Íslandsmótið í sundi í 25 metra laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnafirði í kvöld. Þar kom Jóhanna Elín fyrst í mark í 50 metra skriðsundi kvenna á 25,34 sekúndum, rúmri sekúndu á undan Guðbjörgu Bjarteyju Guðmundsdóttir sem endaði í öðru sæti. Með sigrinum tryggði Jóhanna Elín sér sæti á EM í lok árs.
Anton Sveinn vann 100 metra bringusund karla með gríðarlegum yfirburðum. Hann kom í mark á 58,53 sekúndum var hársbreidd frá því að bæta eigið Íslandsmet frá 2020. Snorri Dagur Einarsson var í 2. sæti á 1:00,21 mínútu.
Anton Sveinn og Snorri Dagur munu einnig taka þátt á EM líkt og Einar Margeir Ágústsson sem vann öruggan sigur í 100 metra fjórsundi á tímanum 57,53 sekúndum.