Spítalinn rafmagnslaus og án matar og vatns Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 10:33 Spítalinn er eina byggingin sem hefur verið með rafmagn og á myndinni má sjá hann upplýstan og umhverfið myrkt. Vísir/EPA Al-Shifa spítalinn á Gasa er nú án rafmagns, matar og vatns. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að Ísrael verði að hætta að sprengja börn í loft upp. Í viðtali við BBC sagði Macron hann að ekkert réttlæti sprengjuárásir þeirra og að vopnahlé myndi gagnast Ísrael. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að leiðtogar annarra vestrænna landa kalli eftir vopnahlé líkt og hann. Hann sagði ekkert annað en fyrst mannúðarhlé og svo vopnahlé geta verndað þá íbúa sem ekkert hafa að gera með hryðjuverk. Hann viðurkenndi í viðtalinu að Ísrael hefði rétt til að verja sig en hvatti þau til að láta af sprengjuárásum sínum á Gasa. Hann fordæmdi á sama tíma hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael. Frakkar hafa, eins og Bretland, Bandaríkin og fleiri vestrænar þjóðir, skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök. Macron sagði í viðtalinu það ekki sitt hlutverk að dæma um það hvort að alþjóðleg lög hafi verið brotin síðustu vikur. Forseti Frakklands hefur hvatt Ísraela til þess að hætta að sprengja börn. Vísir/EPA Greint er frá því í frétt BBC um viðtalið að forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hafi verið fljótur að bregðast við athugasemdum forsetans og sagt að fordæma ætti Hamas, ekki Ísrael. Ástandið á Gasa er sagt hræðilegt. Samtökin Læknar án landamæra vöruðu við hrikalegu ástandi á al-Shifa á sama tíma og loftárásir halda áfram. Samtökin segja að þau hafi ekki getað náð í neina lækna á þeirra vegum í spítalanum og að þau hafi miklar áhyggjur af sjúklingum. We're currently unable to contact any of our staff inside Al-Shifa, and we are extremely concerned about the safety of patients and the medical staff. Patients are still in the hospital, some in critical condition and unable to move.— Doctors w/o Borders (@MSF_USA) November 11, 2023 Á vef BBC er fjallað um talskilaboð frá einum lækni sem bárust fréttamanni þeirra í morgun. Þar kemur fram að spítalinn sé án rafmagns og að bráðamóttaka spítalans hafi orðið fyrir sprengjuárás. Hann segir engan komast inn og engan komast út. Þá segir hann ekkert rafmagn, engan mat eða vatn á spítalanum. Tveir sjúklingar sem voru í öndunarvélum eru látnir í kjölfarið. Annar þeirra á barnsaldri. Leiðtogi Hamas sagði jafnframt í tilkynningu fyrr í morgun að ekkert eldsneyti væri á spítalanum fyrir rafmagn og að eitt ungbarn hefði látið lífið í nótt. Barnið hafði verið í hitakassa. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Macron hann að ekkert réttlæti sprengjuárásir þeirra og að vopnahlé myndi gagnast Ísrael. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að leiðtogar annarra vestrænna landa kalli eftir vopnahlé líkt og hann. Hann sagði ekkert annað en fyrst mannúðarhlé og svo vopnahlé geta verndað þá íbúa sem ekkert hafa að gera með hryðjuverk. Hann viðurkenndi í viðtalinu að Ísrael hefði rétt til að verja sig en hvatti þau til að láta af sprengjuárásum sínum á Gasa. Hann fordæmdi á sama tíma hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael. Frakkar hafa, eins og Bretland, Bandaríkin og fleiri vestrænar þjóðir, skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök. Macron sagði í viðtalinu það ekki sitt hlutverk að dæma um það hvort að alþjóðleg lög hafi verið brotin síðustu vikur. Forseti Frakklands hefur hvatt Ísraela til þess að hætta að sprengja börn. Vísir/EPA Greint er frá því í frétt BBC um viðtalið að forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hafi verið fljótur að bregðast við athugasemdum forsetans og sagt að fordæma ætti Hamas, ekki Ísrael. Ástandið á Gasa er sagt hræðilegt. Samtökin Læknar án landamæra vöruðu við hrikalegu ástandi á al-Shifa á sama tíma og loftárásir halda áfram. Samtökin segja að þau hafi ekki getað náð í neina lækna á þeirra vegum í spítalanum og að þau hafi miklar áhyggjur af sjúklingum. We're currently unable to contact any of our staff inside Al-Shifa, and we are extremely concerned about the safety of patients and the medical staff. Patients are still in the hospital, some in critical condition and unable to move.— Doctors w/o Borders (@MSF_USA) November 11, 2023 Á vef BBC er fjallað um talskilaboð frá einum lækni sem bárust fréttamanni þeirra í morgun. Þar kemur fram að spítalinn sé án rafmagns og að bráðamóttaka spítalans hafi orðið fyrir sprengjuárás. Hann segir engan komast inn og engan komast út. Þá segir hann ekkert rafmagn, engan mat eða vatn á spítalanum. Tveir sjúklingar sem voru í öndunarvélum eru látnir í kjölfarið. Annar þeirra á barnsaldri. Leiðtogi Hamas sagði jafnframt í tilkynningu fyrr í morgun að ekkert eldsneyti væri á spítalanum fyrir rafmagn og að eitt ungbarn hefði látið lífið í nótt. Barnið hafði verið í hitakassa.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira