Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2023 19:26 Maja, Patryk, Sylwia og Gabriel Kunda. Vísir/Steingrímur Dúi Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. Aðrir hafa leitað á samfélagsmiðla. Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga var stofnaður seint í gærkvöldi og eru meðlimir hópsins orðnir tæplega tólf þúsund talsins. Það var þar sem Sylwia Kunda sá færslu frá manni sem bauð fram parhús sitt á Álftanesi. „Ég skrifaði til hans og hann sagði ekkert mál, þið getið komið strax. Hann hjálpaði okkur ótrúlega mikið. Við komum strax hingað,“ segir Sylwia. Átta í heimili Og þið þekkið þennan mann ekki neitt? „Nei.“ Og hafið aldrei hitt hann? „Aldrei, aldrei.“ Sylwia dvelur nú í húsinu ásamt eiginmanni sínum, börnum þeirra sem eru fjögurra og sex ára, foreldrum hennar, bróður og frænku. „Ég trúði þessu ekki, ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur og ég trúði þessu ekki. Hvað fólk er gott. Ég þekki marga Pólverja sem eru frá Grindavík og hafa margir fengið hjálp á Selfossi, Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Reykjavík,“ segir Sylwia. Forsetinn kom í heimsókn Þau voru nýbúin að koma sér fyrir á Álftanesi þegar fréttastofu bar að garði. Skömmu áður hafði enginn annar en forseti Íslands mætt og rætt við fjölskylduna. Sylwia vonast þó eftir að komast aftur heim sem fyrst. Fjölskyldan ásamt nýjasta nágrannanum, forseta Íslands.Vísir Við erum enn stressuð en samt líður okkur mjög vel. Ég vona að við getum sofið rótt í nótt og ekki verið stressuð um að eitthvað detti á hausinn á okkur. Garðabær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Aðrir hafa leitað á samfélagsmiðla. Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga var stofnaður seint í gærkvöldi og eru meðlimir hópsins orðnir tæplega tólf þúsund talsins. Það var þar sem Sylwia Kunda sá færslu frá manni sem bauð fram parhús sitt á Álftanesi. „Ég skrifaði til hans og hann sagði ekkert mál, þið getið komið strax. Hann hjálpaði okkur ótrúlega mikið. Við komum strax hingað,“ segir Sylwia. Átta í heimili Og þið þekkið þennan mann ekki neitt? „Nei.“ Og hafið aldrei hitt hann? „Aldrei, aldrei.“ Sylwia dvelur nú í húsinu ásamt eiginmanni sínum, börnum þeirra sem eru fjögurra og sex ára, foreldrum hennar, bróður og frænku. „Ég trúði þessu ekki, ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur og ég trúði þessu ekki. Hvað fólk er gott. Ég þekki marga Pólverja sem eru frá Grindavík og hafa margir fengið hjálp á Selfossi, Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Reykjavík,“ segir Sylwia. Forsetinn kom í heimsókn Þau voru nýbúin að koma sér fyrir á Álftanesi þegar fréttastofu bar að garði. Skömmu áður hafði enginn annar en forseti Íslands mætt og rætt við fjölskylduna. Sylwia vonast þó eftir að komast aftur heim sem fyrst. Fjölskyldan ásamt nýjasta nágrannanum, forseta Íslands.Vísir Við erum enn stressuð en samt líður okkur mjög vel. Ég vona að við getum sofið rótt í nótt og ekki verið stressuð um að eitthvað detti á hausinn á okkur.
Garðabær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira