Erfitt að horfa á draugabæ sem á að vera fullur að lífi Jón Þór Stefánsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 11. nóvember 2023 21:14 Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segir Grindavík draugalega um þessar mundir. Vísir/Einar Grindavík er orðin algjörlega mannlaus. Ekki einu sinni lögregla eða björgunarsveitir eru í bænum þessa stundina. Aðgerðarstjórn almannavarna er ekki í Grindavík líkt og í fyrri gosum heldur í Reykjanesbæ, hreinlega vegna þess að það þykir ekki öruggt að vera þar. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segir leiðinlegt að þurfa að kveðja bæinn sinn og skilja hann eftir tóman. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því í orðum. Þetta er ógnvænlegt. Að vita það að maður getur ekki farið heim er ekki skemmtilegt.“ Aðspurður út í hvernig sé að horfa á tóman bæinn segir Bogi: „Þetta er draugalegt að sjá. Þetta er bær fullur af lífi, og ekki gaman að þessu.“ Bjarney S. Annelsdóttir segir aðstæðurnar krefjandi.Vísir/Einar Mjög krefjandi Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir verkefni lögreglunnar í dag hafa snúist um að vinna með áætlanir fyrir hvern klukkutíma í senn. „Þetta er mjög krefjandi, en þetta er bara verkefni sem við þurfum að takast á við. Þetta er örugglega meira krefjandi fyrir fólkið sem bíður svara, og við erum ekki með öll svörin í augnablikinu.“ Aðspurð um hvernig umfangsmikla rýmingaraðgerð gærnæturinnar hafi gengið og hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í þeim efnum svarar Bjarney: „Nei, ekki neitt. Þetta gekk ótrúlega vel og við erum ótrúlega stolt af Grindvíkingum og hvernig þau stóðu sig í þessu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Aðgerðarstjórn almannavarna er ekki í Grindavík líkt og í fyrri gosum heldur í Reykjanesbæ, hreinlega vegna þess að það þykir ekki öruggt að vera þar. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segir leiðinlegt að þurfa að kveðja bæinn sinn og skilja hann eftir tóman. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því í orðum. Þetta er ógnvænlegt. Að vita það að maður getur ekki farið heim er ekki skemmtilegt.“ Aðspurður út í hvernig sé að horfa á tóman bæinn segir Bogi: „Þetta er draugalegt að sjá. Þetta er bær fullur af lífi, og ekki gaman að þessu.“ Bjarney S. Annelsdóttir segir aðstæðurnar krefjandi.Vísir/Einar Mjög krefjandi Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir verkefni lögreglunnar í dag hafa snúist um að vinna með áætlanir fyrir hvern klukkutíma í senn. „Þetta er mjög krefjandi, en þetta er bara verkefni sem við þurfum að takast á við. Þetta er örugglega meira krefjandi fyrir fólkið sem bíður svara, og við erum ekki með öll svörin í augnablikinu.“ Aðspurð um hvernig umfangsmikla rýmingaraðgerð gærnæturinnar hafi gengið og hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í þeim efnum svarar Bjarney: „Nei, ekki neitt. Þetta gekk ótrúlega vel og við erum ótrúlega stolt af Grindvíkingum og hvernig þau stóðu sig í þessu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira