Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Smári Jökull Jónsson skrifar 11. nóvember 2023 22:46 Íslandsbikarnum hampað í lok móts. BH/Tómas Shelton Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Borðtennis Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Borðtennis Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira