Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2023 02:29 Vel er fylgst með stöðunni á Veðurstofunni og í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. einar árnason Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira