Pochettino bað Pep afsökunar á hegðun sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 07:31 Mauricio Pochettino var mjög reiður í leikslok eftir 4-4 jafntefli í leik Chelsea og Manchester City í gær. Getty/Robin Jones Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, missti stjórn á sér eftir dramatískt 4-4 jafntefli Chelsea og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Pochettino sá eftir öllu saman þegar hann var búinn að ná sér niður eftir leikinn. Á blaðamannafundi bað hann dómaratríóið og knattspyrnustjóra City afsökunar. Pochettino rauk út á völlinn í leikslok til að rífast við Anthony Taylor dómara en ástæðan var að leikurinn var flautaður af þegar Chelsea var í lofandi sókn. Pochettino did not shake hands with Guardiola at the end of the 4-4. He stormed onto the pitch in rage towards the match officials as soon as the whistle went, reports @spbajko. pic.twitter.com/65AvOthKpT— EuroFoot (@eurofootcom) November 12, 2023 Pochettino tók ekki í höndina á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og fékk síðan gult spjald fyrir mótmælin við dómarann áður en starfsmenn hans drógu hann í burtu. „Ég þarf að biðja Anthony [Taylor] og dómarana afsökunar. Á þessari stundu þá fannst mér að Raheem [Sterling] væri að sleppa í gegn til að skora fimmta markið. Þá var leikurinn flautaður af. Ég fer til Anthony: Hvað í and... er í gangi. Af hverju stoppar þú leikinn,“ sagði Mauricio Pochettino. ESPN segir frá. „Ég snéri síðan við og sagði að ég ætti skilið að fá gult spjald. Ég fór yfir línuna. Ég vil biðjast afsökunar af því að svona hegðun leit ekki vel út fyrir mig né fyrir fótboltann,“ sagði Pochettino en blaðamenn spurðu hann líka út í það að hafa ekki tekið í höndina á Guardiola eftir leikinn. Pep Guardiola on Mauricio Pochettino not shaking his hand: It's completely fine. It's emotion. I don't want to make a thing about it. pic.twitter.com/6A6vCPwd5s— City Report (@cityreport_) November 12, 2023 „Ég vil líka biðja hann afsökunar. Ég bara sá hann ekki. Ég var svo einbeittur á það sem hafði gerst í lokin. Ég vil einnig biðja Pep afsökunar,“ sagði Pochettino. Guardiola sjálfur gerði lítið úr atvikinu og sagði að þetta væri ekkert vandamál og hann hefði engan áhuga á að ræða það frekar. Enski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Pochettino sá eftir öllu saman þegar hann var búinn að ná sér niður eftir leikinn. Á blaðamannafundi bað hann dómaratríóið og knattspyrnustjóra City afsökunar. Pochettino rauk út á völlinn í leikslok til að rífast við Anthony Taylor dómara en ástæðan var að leikurinn var flautaður af þegar Chelsea var í lofandi sókn. Pochettino did not shake hands with Guardiola at the end of the 4-4. He stormed onto the pitch in rage towards the match officials as soon as the whistle went, reports @spbajko. pic.twitter.com/65AvOthKpT— EuroFoot (@eurofootcom) November 12, 2023 Pochettino tók ekki í höndina á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og fékk síðan gult spjald fyrir mótmælin við dómarann áður en starfsmenn hans drógu hann í burtu. „Ég þarf að biðja Anthony [Taylor] og dómarana afsökunar. Á þessari stundu þá fannst mér að Raheem [Sterling] væri að sleppa í gegn til að skora fimmta markið. Þá var leikurinn flautaður af. Ég fer til Anthony: Hvað í and... er í gangi. Af hverju stoppar þú leikinn,“ sagði Mauricio Pochettino. ESPN segir frá. „Ég snéri síðan við og sagði að ég ætti skilið að fá gult spjald. Ég fór yfir línuna. Ég vil biðjast afsökunar af því að svona hegðun leit ekki vel út fyrir mig né fyrir fótboltann,“ sagði Pochettino en blaðamenn spurðu hann líka út í það að hafa ekki tekið í höndina á Guardiola eftir leikinn. Pep Guardiola on Mauricio Pochettino not shaking his hand: It's completely fine. It's emotion. I don't want to make a thing about it. pic.twitter.com/6A6vCPwd5s— City Report (@cityreport_) November 12, 2023 „Ég vil líka biðja hann afsökunar. Ég bara sá hann ekki. Ég var svo einbeittur á það sem hafði gerst í lokin. Ég vil einnig biðja Pep afsökunar,“ sagði Pochettino. Guardiola sjálfur gerði lítið úr atvikinu og sagði að þetta væri ekkert vandamál og hann hefði engan áhuga á að ræða það frekar.
Enski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira