McIlroy kallar Cantlay fífl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2023 11:32 Rory McIlroy og Patrick Cantlay eru litlir vinir. getty/Brendan Moran Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur lítið álit á Bandaríkjamanninum Patrick Cantlay og lét hann heyra það í nýlegu viðtali. McIlroy lenti saman við kylfusvein Cantlays, Joe LaCava, í Ryder-bikarnum í síðasta mánuði. McIlroy var ósáttur með þegar LaCava fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega og veifaði meðal annars derhúfu sinni. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. „Hér er það sem reitti mig til reiði. Samband okkar Cantlays er ekkert sérstakt. Við eigum ekki margt sameiginlegt og sjáum veröldina á ólíkan hátt,“ sagði McIlroy. „Þeir reyndu að lægja öldurnar en ég lét þá heyra það. Joe LaCava var fínn gaur þegar hann var kylfusveinn Tigers [Woods] en núna er hann kylfusveinn fyrir það fífl sem hann hefur breyst í. En ég var ekki rétt stilltur.“ McIlroy og félagar í evrópska liðinu unnu það bandaríska örugglega í Ryder-bikarnum, 16 1/2-11 1/2. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
McIlroy lenti saman við kylfusvein Cantlays, Joe LaCava, í Ryder-bikarnum í síðasta mánuði. McIlroy var ósáttur með þegar LaCava fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega og veifaði meðal annars derhúfu sinni. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. „Hér er það sem reitti mig til reiði. Samband okkar Cantlays er ekkert sérstakt. Við eigum ekki margt sameiginlegt og sjáum veröldina á ólíkan hátt,“ sagði McIlroy. „Þeir reyndu að lægja öldurnar en ég lét þá heyra það. Joe LaCava var fínn gaur þegar hann var kylfusveinn Tigers [Woods] en núna er hann kylfusveinn fyrir það fífl sem hann hefur breyst í. En ég var ekki rétt stilltur.“ McIlroy og félagar í evrópska liðinu unnu það bandaríska örugglega í Ryder-bikarnum, 16 1/2-11 1/2.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira