Á vef Veðurstofunnar segir að það verði skúrir austanlands og með suðurströndinni, en yfirleitt þurrt annars staðar. Það mun svo draga úr vindi á morgun og sums staðar verður dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á norðanverðu landinu.
Hiti bæði í dag og á morgun verður frá því að vera kringum frostmark í innsveitum fyrir norðan og allt upp í sjö til átta stiga hita sunnanlands.
Það er útlit fyrir tíðindalítið veður þegar horft er á veðurkort fyrir restina af vikunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Austan og suðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning eða slydda, en þurrt og bjart á norðanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan.
Á fimmtudag: Austan 3-8, en 8-13 við suðurströndina. Svolítil rigning eða slydda sunnan- og austantil á landinu, en bjart með köflum á Norður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á föstudag og laugardag: Fremur hæg norðaustlæg átt. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar lítilsháttar él, en bjart með köflum sunnan heiða. Kólnar smám saman.
Á sunnudag: Snýst í suðvestanátt og þykknar upp sunnan- og vestanalands með dálítilli slyddu eða snjókomu og síðar rigningu. Bjart og kalt á Norður- og Austurlandi.
Á mánudag: Ákveðin sunnan- og suðvestanátt með rigningu og súld, en þurrt að kalla norðaustantil á landinu. Hlýnandi veður.