Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:06 Sergei Khadzhikurbanov var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014 fyrir aðkomu sína að málinu. epa/Maxim Shipenkov Einn af mönnunum sem var dæmdur í fangelsi fyrir morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu árið 2006 hefur verið náðaður eftir að hafa barist í Úkraínu. Sergei Khadzhikurbanov, fyrrverandi lögreglumaður í Moskvu, var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014. Nú segir lögmaður hans, Alexei Mikhalchik, hann hins vegar hafa verið náðaðan af forseta Rússlands fyrir að hafa lokið sex mánaða samningi um að berjast í Úkraínu. Anna Politkovskaya var myrt árið 2006.epa Politkovskaya var rannsóknarblaðamaður og mjög gagnrýnin á framgöngu Rússa í Tjétjéníu. Hún öðlaðist alþjóðlega frægð fyrir rannsóknir sínar en skapaði sér óvinsældir heima fyrir með óvægri umfjöllun um Vladimír Pútín, sem þá hafði verið endurkjörinn forseti í fyrsta sinn, og leiðtoga Tjétjéníu. Blaðakonan var skotin til bana í lyftu í fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó. Khadzhikurbanov var fundinn sekur um að hafa aðstoðað við morðið. Alls voru fimm dæmdir og hlaut Rustam Makhmudov lífstíðarfangelsi fyrir að gaka í gikkinn. Frændi hans, Lom-Ali Gaitukayev, var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi. Enn er á huldu hver fyrirskipaði morðið. Að sögn Mikhalchik var skjólstæðingi hans boðið að skrifa undir samning um þátttöku í „hinni sérstöku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar hafa kallað innrásina í Úkraínu. Eftir að hafa uppfyllt skilmála samningsins hafi hann síðan verið náðaður. Upphaflega var það Wagner-hópur Yevgeny Prigozhin sem hóf að fá fanga í Rússlandi til að taka þátt í innrásinni en eftir að hópurinn leystist upp í kjölfar dauða Prigozhin hefur rússneski herinn tekið upp á hinu sama. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18 Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Sergei Khadzhikurbanov, fyrrverandi lögreglumaður í Moskvu, var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014. Nú segir lögmaður hans, Alexei Mikhalchik, hann hins vegar hafa verið náðaðan af forseta Rússlands fyrir að hafa lokið sex mánaða samningi um að berjast í Úkraínu. Anna Politkovskaya var myrt árið 2006.epa Politkovskaya var rannsóknarblaðamaður og mjög gagnrýnin á framgöngu Rússa í Tjétjéníu. Hún öðlaðist alþjóðlega frægð fyrir rannsóknir sínar en skapaði sér óvinsældir heima fyrir með óvægri umfjöllun um Vladimír Pútín, sem þá hafði verið endurkjörinn forseti í fyrsta sinn, og leiðtoga Tjétjéníu. Blaðakonan var skotin til bana í lyftu í fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó. Khadzhikurbanov var fundinn sekur um að hafa aðstoðað við morðið. Alls voru fimm dæmdir og hlaut Rustam Makhmudov lífstíðarfangelsi fyrir að gaka í gikkinn. Frændi hans, Lom-Ali Gaitukayev, var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi. Enn er á huldu hver fyrirskipaði morðið. Að sögn Mikhalchik var skjólstæðingi hans boðið að skrifa undir samning um þátttöku í „hinni sérstöku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar hafa kallað innrásina í Úkraínu. Eftir að hafa uppfyllt skilmála samningsins hafi hann síðan verið náðaður. Upphaflega var það Wagner-hópur Yevgeny Prigozhin sem hóf að fá fanga í Rússlandi til að taka þátt í innrásinni en eftir að hópurinn leystist upp í kjölfar dauða Prigozhin hefur rússneski herinn tekið upp á hinu sama.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18 Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18
Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03