Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2023 10:35 Berglind segir mikil verðmæti í gróðurhúsinu en að fyrirtækið geti unnið það upp missi þau gróðurhúsið. Reynt verður að sækja verðmættar erfðabreyttar plöntur í dag. Aðsend og Vísir/Vilhelm Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF líftæknifyrirtækis, er nú við Grindavíkurafleggjarann og bíður eftir leyfi að komast inn á svæðið. „Við erum að bíða efir svari, tilbúin ef kallið kemur,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Teymi frá fyrirtækinu fór inn á sunnudag til að kanna aðstæður en framleiðslan er staðsett í gróðurhúsi sem er beint ofan á sprungunni sem hefur myndast í Grindavík. Þegar þau komu í húsið á sunnudag voru um tíu til tuttugu brotnir gluggar og sprungur í veggjum og gólfi. Berglind segist eiga von á því að það gætu verið meiri skemmdir núna. „Það sem stendur til er að gera fylla á vöktunarkerfið og taka eintak eða eintök af verðmætustu plöntunum,“ segir Berglind. Mjög verðmæt prótein í framleiðslu Plönturnar sem um ræðir eru erfðabreyttar plöntur sem framleiða verðmæt prótein. Til dæmis fyrir snyrti- og húðvörufyrirtækið Bioeffect og í framleiðslu á svokölluðu vistkjöti. „Þarna erum við í þróun á nýjum afbrigðum og framleiðslu fyrir Bioeffect. En við erum einnig með framleiðslu í Kanada.“ Ekkert á við missi Grindvíkinga Spurð um það tap sem þau standa frammi fyrir segir Berglind tjónið auðvitað mikið. Aðallega felist það þó í tapi á tíma í þróun. Missi þau gróðurhúsið séu þau að tapa tíma og í einhverjum tilvikum einu og hálfu ári á eftir í þróun í ákveðnum plöntum. Hún segir stöðuna erfiða en að það sé ekkert miðað við það sem Grindvíkingar gangi nú í gegnum. „Það er erfitt að hugsa um þetta, en það er ekkert erfitt miðað við það sem Grindvíkingar eru að kljást við. Þetta er allt annað samhengi. Við getum unnið þetta upp og erum ekki að missa heimili.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Umhverfismál Tengdar fréttir Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF líftæknifyrirtækis, er nú við Grindavíkurafleggjarann og bíður eftir leyfi að komast inn á svæðið. „Við erum að bíða efir svari, tilbúin ef kallið kemur,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Teymi frá fyrirtækinu fór inn á sunnudag til að kanna aðstæður en framleiðslan er staðsett í gróðurhúsi sem er beint ofan á sprungunni sem hefur myndast í Grindavík. Þegar þau komu í húsið á sunnudag voru um tíu til tuttugu brotnir gluggar og sprungur í veggjum og gólfi. Berglind segist eiga von á því að það gætu verið meiri skemmdir núna. „Það sem stendur til er að gera fylla á vöktunarkerfið og taka eintak eða eintök af verðmætustu plöntunum,“ segir Berglind. Mjög verðmæt prótein í framleiðslu Plönturnar sem um ræðir eru erfðabreyttar plöntur sem framleiða verðmæt prótein. Til dæmis fyrir snyrti- og húðvörufyrirtækið Bioeffect og í framleiðslu á svokölluðu vistkjöti. „Þarna erum við í þróun á nýjum afbrigðum og framleiðslu fyrir Bioeffect. En við erum einnig með framleiðslu í Kanada.“ Ekkert á við missi Grindvíkinga Spurð um það tap sem þau standa frammi fyrir segir Berglind tjónið auðvitað mikið. Aðallega felist það þó í tapi á tíma í þróun. Missi þau gróðurhúsið séu þau að tapa tíma og í einhverjum tilvikum einu og hálfu ári á eftir í þróun í ákveðnum plöntum. Hún segir stöðuna erfiða en að það sé ekkert miðað við það sem Grindvíkingar gangi nú í gegnum. „Það er erfitt að hugsa um þetta, en það er ekkert erfitt miðað við það sem Grindvíkingar eru að kljást við. Þetta er allt annað samhengi. Við getum unnið þetta upp og erum ekki að missa heimili.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Umhverfismál Tengdar fréttir Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði