Eins og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 11:40 Það hvernig límt hefur verið yfir vegaskilti til Grindavíkur hefur lagst illa í margan Grindvíkinginn sem túlkar þetta sem svo að búið sé að afmá Grindavík af kortinu. vísir/vilhelm Athygli vakti dögunum að búið var að líma rautt límband yfir Grindavík og Bláa lónið við Grindavíkurafleggjarann við Reykjanesbraut. Líkt og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu. Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu