Sigið heldur áfram og líkur á eldgosi enn taldar miklar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2023 12:28 Sigdalur hefur myndast í Grindavík eftir jarðhræringarnar undanfarið og heldur jörð áfram að síga. Vísir/Vilhelm Sigdalurinn í Grindavík heldur áfram að dýpka og enn er töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Frá miðnætti hafa um átta hundruð skjálftar mælst og eru líkur á eldgosi eru enn taldar miklar. Langflestir hafa jarðskjálftarnir verið um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk eða á um 3 til 5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá því á laugardag. Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að megináhersla sé á vöktun virkninnar við kvikuganginn og í Grindavík. Þá segir einnig að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk. Þá sé staðan á heildina óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir sigdalinn í Grindavík halda áfram að dýpka. „Við vitum það frá athugunum á staðnum að sigið heldur áfram og það eru líka láréttar hreyfingar eftir sniðgengjum þannig að hvort tveggja er í gangi. Skjálftavirkni virðist vera svipuð eins og hún hefur verið og meðan það er þá verðum við bara að bíða og sjá hvernig framhaldið er. Kvikan sem virðist vera komin upp á tiltölulega grunnt dýpi það er eitthvað sem heldur aftur af henni þannig að meðan hún er að eiga við það þá svo sem fáum við ekki gos.“ Kvikan sé komin á fjögur eða fimm hundruð metra dýpi undir og við Grindavík „Ein möguleg túlkun er að það sé kvika eftir endilangri Sundhnúkasprungunni sem er fimmtán kílómetra löng og hvar toppurinn er á kvikunni á hverjum stað er erfitt að segja til um. Það virðist nú vera að þarna við Grindavík hafi kvikan náð tiltölulega grunnt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Langflestir hafa jarðskjálftarnir verið um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk eða á um 3 til 5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá því á laugardag. Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að megináhersla sé á vöktun virkninnar við kvikuganginn og í Grindavík. Þá segir einnig að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk. Þá sé staðan á heildina óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir sigdalinn í Grindavík halda áfram að dýpka. „Við vitum það frá athugunum á staðnum að sigið heldur áfram og það eru líka láréttar hreyfingar eftir sniðgengjum þannig að hvort tveggja er í gangi. Skjálftavirkni virðist vera svipuð eins og hún hefur verið og meðan það er þá verðum við bara að bíða og sjá hvernig framhaldið er. Kvikan sem virðist vera komin upp á tiltölulega grunnt dýpi það er eitthvað sem heldur aftur af henni þannig að meðan hún er að eiga við það þá svo sem fáum við ekki gos.“ Kvikan sé komin á fjögur eða fimm hundruð metra dýpi undir og við Grindavík „Ein möguleg túlkun er að það sé kvika eftir endilangri Sundhnúkasprungunni sem er fimmtán kílómetra löng og hvar toppurinn er á kvikunni á hverjum stað er erfitt að segja til um. Það virðist nú vera að þarna við Grindavík hafi kvikan náð tiltölulega grunnt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00
Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00
Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30
„Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19