„Þessu er ekki lokið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2023 13:01 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti. Hareide, sem tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á árinu er ekki búinn að gefa baráttuna í undankeppninni upp á bátinn þó svo að Ísland þurfi að vinna bæði Slóvakíu sem og Portúgal og tryggja á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. „Þessu er ekki lokið. Það getur allt gerst í fótboltanum og við þurfum, svo lengi sem það er möguleiki til staðar, að sækja til sigurs. Það er staðan í leik okkar við Slóvakíu. Svo þurfum við að bíða til leiksloka í lokaumferðinni og sjá hvað setur. Það er einn hluti af þessari vegferð hjá okkur. Svo þurfum við að sjá til þess að byggja upp sterkt lið til að geta tekið á mögulegum anstæðingum okkar í umspili í mars. Það skiptir okkur miklu máli að ná í góð úrslit. Með því byggjum við upp sjálfstraustið í liðinu. Við höfum verið óheppnir og ekki nægilega góðir í nokkrum leikjum en aðallega óheppnir. Sér í lagi í fyrri leiknum við Slóvakana. Þar fóru mörg góð færi í súginn hjá okkur og þeir taka sigurinn með sjálfsmarki.“ Slóvakía sé næstbesta liðið í riðlinum samkvæmt töflunni. „Og við tókum leikinn til þeirra í fyrri leiknum. Það eru því miklir möguleikar í stöðunni fyrir okkur í leiknum gegn þeim hér. Mikilvægt fyrir okkur að vera samkeppnishæfir í leikjunum á móti liðum eins og Slóvakíu. Ég tel að það verði raunin núna.“ En býr enn trú meðal íslenska landsliðsins á því að liðið geti tryggt sér sæti í gegnum þessa undankeppni? „Það getur margt gerst í fótboltanum. Það er það fallega í þessu. Oft á tíðum eiga sér stað úrslit sem þú áttir ekki von á. Það sem við getum gert er að koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn Portúgal. Það gerum við með því að vinna Slóvakíu.“ Klippa: Age Hareide: Þessu er ekki lokið EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Hareide, sem tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á árinu er ekki búinn að gefa baráttuna í undankeppninni upp á bátinn þó svo að Ísland þurfi að vinna bæði Slóvakíu sem og Portúgal og tryggja á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. „Þessu er ekki lokið. Það getur allt gerst í fótboltanum og við þurfum, svo lengi sem það er möguleiki til staðar, að sækja til sigurs. Það er staðan í leik okkar við Slóvakíu. Svo þurfum við að bíða til leiksloka í lokaumferðinni og sjá hvað setur. Það er einn hluti af þessari vegferð hjá okkur. Svo þurfum við að sjá til þess að byggja upp sterkt lið til að geta tekið á mögulegum anstæðingum okkar í umspili í mars. Það skiptir okkur miklu máli að ná í góð úrslit. Með því byggjum við upp sjálfstraustið í liðinu. Við höfum verið óheppnir og ekki nægilega góðir í nokkrum leikjum en aðallega óheppnir. Sér í lagi í fyrri leiknum við Slóvakana. Þar fóru mörg góð færi í súginn hjá okkur og þeir taka sigurinn með sjálfsmarki.“ Slóvakía sé næstbesta liðið í riðlinum samkvæmt töflunni. „Og við tókum leikinn til þeirra í fyrri leiknum. Það eru því miklir möguleikar í stöðunni fyrir okkur í leiknum gegn þeim hér. Mikilvægt fyrir okkur að vera samkeppnishæfir í leikjunum á móti liðum eins og Slóvakíu. Ég tel að það verði raunin núna.“ En býr enn trú meðal íslenska landsliðsins á því að liðið geti tryggt sér sæti í gegnum þessa undankeppni? „Það getur margt gerst í fótboltanum. Það er það fallega í þessu. Oft á tíðum eiga sér stað úrslit sem þú áttir ekki von á. Það sem við getum gert er að koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn Portúgal. Það gerum við með því að vinna Slóvakíu.“ Klippa: Age Hareide: Þessu er ekki lokið
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira