Segja íbúum á suðurhluta Gasa nú að flýja Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2023 13:03 Ísraelskir hermenn á Gasaströndinni. Ísraelski herinn Ísraelar hafa varpað dreifimiðum á Gasaströndina þar sem íbúar eru beðnir um að flýja frá hlutum svæðisins. Þykir það til marks um að forsvarsmenn ísraelska hersins ætli að útvíkka hernaðinn á jörðu niðri en hundruð þúsunda Palestínumanna hafa flúið frá norðurhluta Gasastrandarinnar til suðurhlutans. Fari ísraelskir hermenn að sækja fram í suðurhluta Gasastrandarinnar má gera ráð fyrir því að sífellt versnandi mannúðarástand á svæðinu myndi versna til muna, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði jarðarinnar þar sem um 2,3 milljónir manna búa á svæði sem er um það bil fjörutíu kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Frá því stríð Ísrael og Hamas, sem stjórna Gasa, hófst í síðasta mánuði hafa að minnsta kosti 1,5 milljón manna þurft að yfirgefa heimili sín. Sjá einnig: Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta Linnulausar loftárásir Ísraela og hafa komið verulega niður á íbúum sem dáið hafa í þúsundatali. Þessar árásir eru ítrekað gerðar á suðurhluta Gasastrandarinnar en Ísraelar hafa beðið fólk um að flýja þangað úr norðri, þar sem ísraelski herinn hefur eingangrað norðurhlutann frá suðurhlutanum. Á kortinu hér að neðan, sem er frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá grófa mynd af stöðunni á Gasaströndinni og hvar ísraelskir hermenn hafa verið á ferðinni. Latest #Iran Update covering the #IsraelHamasWar: https://t.co/uz7v8om3mN1/ Israeli forces conducted a reconnaissance operation into the al Shifa Hospital complex on Nov. 14-15 to obtain information about the #Hamas tunnel network #Israel says is under the complex. pic.twitter.com/nQuPeoYY9m— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 16, 2023 Ísraelskir hermenn eru enn að framkvæma leit í al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg. Ísraelskur blaðamaður segir hermenn fara hús úr húsi á lóðinni og leita á hverri hæð. Enn er gert ráð fyrir að finna megi eitthvað í sjúkrahúsinu. Þá hefur blaðamaðurinn eftir forsvarsmönnum hersins að tölvur hafi fundist í sjúkrahúsinu og á þeim hafi fundist upplýsingar um gísla sem Hamas-liðar tóku í síðasta mánuði og myndefni sem tengist þeim. Íbúum fjögurra bæja á suðurhluta Gasastrandarinnar hefur verið skipað að flýja.Ísraelski herinn Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að umfangsmiklar bækistöðvar Hamas megi finna í göngum undir sjúkrahúsinu og hafa ráðamenn í Bandaríkjunum tekið undir að vísbendingar séu um slíkt. Sjá einnig: Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ Enn sem komið er hafa Ísraelar ekki fært haldbærar sannanir fyrir því og hafa þess í stað birt myndbönd úr sjúkrahúsinu sem sýna nokkrar byssur, vesti, skotfæri og klæðnað. Engar myndir hafa verið birtar af göngum undir sjúkrahúsinu. Harðir bardagar eru sagðir hafa geisað við sjúkrahúsið í nokkra daga. Þá segja talsmenn hersins að nokkrir Hamas-liðar hafi verið felldir við inngang sjúkrahússins. 36, ' . , >> pic.twitter.com/daQfxrTP07— (@idfonline) November 15, 2023 Þúsundir manna héldu til í sjúkrahúsinu áður en atlaga var gerð að því. Í frétt Wall Street Journal segir að reynist það ósatt að Hamas-lið hafi haldið til í göngum undir sjúkrahúsinu, muni það koma niður á Ísraelum og auka alþjóðlega gagnrýni á hernaði þeirra á Gasaströndinni. Eyðileggingin er gífurleg á Gasaströndinni og þúsundir borgara liggja í valnum.Ísraelski herinn Segja þúsundum að flýja Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að innrás Ísraels á Gasaströndina muni að endingu einnig ná til suðurhluta svæðisins. Reuters segir Ísraelsmenn hafa skipað íbúum fjögurra bæja í suðurhluta Gasastrandarinnar að flýja. Í þessum fjórum bæjum bjuggu rúmlega hundrað þúsund manns fyrir stríðið en tugir þúsunda hafa flúið þangað eftir að það hófst. Á dreifimiðunum sem varpað var á bæina segir að ísraelski herinn neyðist til að ráðast á Hamas-liða á svæðinu. Fólki væri hollast að flýja, til að tryggja eigið öryggi. Íbúar segja umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á svæðinu í nótt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. 15. nóvember 2023 11:54 Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar. 15. nóvember 2023 10:29 Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. 13. nóvember 2023 15:54 Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. 13. nóvember 2023 01:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Fari ísraelskir hermenn að sækja fram í suðurhluta Gasastrandarinnar má gera ráð fyrir því að sífellt versnandi mannúðarástand á svæðinu myndi versna til muna, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði jarðarinnar þar sem um 2,3 milljónir manna búa á svæði sem er um það bil fjörutíu kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Frá því stríð Ísrael og Hamas, sem stjórna Gasa, hófst í síðasta mánuði hafa að minnsta kosti 1,5 milljón manna þurft að yfirgefa heimili sín. Sjá einnig: Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta Linnulausar loftárásir Ísraela og hafa komið verulega niður á íbúum sem dáið hafa í þúsundatali. Þessar árásir eru ítrekað gerðar á suðurhluta Gasastrandarinnar en Ísraelar hafa beðið fólk um að flýja þangað úr norðri, þar sem ísraelski herinn hefur eingangrað norðurhlutann frá suðurhlutanum. Á kortinu hér að neðan, sem er frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá grófa mynd af stöðunni á Gasaströndinni og hvar ísraelskir hermenn hafa verið á ferðinni. Latest #Iran Update covering the #IsraelHamasWar: https://t.co/uz7v8om3mN1/ Israeli forces conducted a reconnaissance operation into the al Shifa Hospital complex on Nov. 14-15 to obtain information about the #Hamas tunnel network #Israel says is under the complex. pic.twitter.com/nQuPeoYY9m— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 16, 2023 Ísraelskir hermenn eru enn að framkvæma leit í al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg. Ísraelskur blaðamaður segir hermenn fara hús úr húsi á lóðinni og leita á hverri hæð. Enn er gert ráð fyrir að finna megi eitthvað í sjúkrahúsinu. Þá hefur blaðamaðurinn eftir forsvarsmönnum hersins að tölvur hafi fundist í sjúkrahúsinu og á þeim hafi fundist upplýsingar um gísla sem Hamas-liðar tóku í síðasta mánuði og myndefni sem tengist þeim. Íbúum fjögurra bæja á suðurhluta Gasastrandarinnar hefur verið skipað að flýja.Ísraelski herinn Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að umfangsmiklar bækistöðvar Hamas megi finna í göngum undir sjúkrahúsinu og hafa ráðamenn í Bandaríkjunum tekið undir að vísbendingar séu um slíkt. Sjá einnig: Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ Enn sem komið er hafa Ísraelar ekki fært haldbærar sannanir fyrir því og hafa þess í stað birt myndbönd úr sjúkrahúsinu sem sýna nokkrar byssur, vesti, skotfæri og klæðnað. Engar myndir hafa verið birtar af göngum undir sjúkrahúsinu. Harðir bardagar eru sagðir hafa geisað við sjúkrahúsið í nokkra daga. Þá segja talsmenn hersins að nokkrir Hamas-liðar hafi verið felldir við inngang sjúkrahússins. 36, ' . , >> pic.twitter.com/daQfxrTP07— (@idfonline) November 15, 2023 Þúsundir manna héldu til í sjúkrahúsinu áður en atlaga var gerð að því. Í frétt Wall Street Journal segir að reynist það ósatt að Hamas-lið hafi haldið til í göngum undir sjúkrahúsinu, muni það koma niður á Ísraelum og auka alþjóðlega gagnrýni á hernaði þeirra á Gasaströndinni. Eyðileggingin er gífurleg á Gasaströndinni og þúsundir borgara liggja í valnum.Ísraelski herinn Segja þúsundum að flýja Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að innrás Ísraels á Gasaströndina muni að endingu einnig ná til suðurhluta svæðisins. Reuters segir Ísraelsmenn hafa skipað íbúum fjögurra bæja í suðurhluta Gasastrandarinnar að flýja. Í þessum fjórum bæjum bjuggu rúmlega hundrað þúsund manns fyrir stríðið en tugir þúsunda hafa flúið þangað eftir að það hófst. Á dreifimiðunum sem varpað var á bæina segir að ísraelski herinn neyðist til að ráðast á Hamas-liða á svæðinu. Fólki væri hollast að flýja, til að tryggja eigið öryggi. Íbúar segja umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á svæðinu í nótt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. 15. nóvember 2023 11:54 Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar. 15. nóvember 2023 10:29 Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. 13. nóvember 2023 15:54 Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. 13. nóvember 2023 01:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. 15. nóvember 2023 11:54
Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar. 15. nóvember 2023 10:29
Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. 13. nóvember 2023 15:54
Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. 13. nóvember 2023 01:31