Úrúgvæ fyrst til að vinna Argentínu eftir heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 06:30 Lionel Messi svekkir sig í tapi Argentínu í nótt. Getty/Marcos Brindicci Úrúgvæ sótti tvö stig til Buenos Aires í Argentínu í nótt í leik þjóðanna í undankeppni HM 2026. Þetta er fyrsti tapleikur argentínska landsliðsins síðan að liðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Katar í lok síðasta árs. Leikurinn fór fram á hinum heimsfræga Bombonera-leikvangi en það dugði ekki Argentínumönnum að vera á heimavelli. Úrúgvæska liðið var betra liðið frá byrjun og vann leikinn 2-0 með mörkum frá Ronald Araújo og Liverpool-manninum Darwin Núnez. Argentínska landsliðið er enn á toppi riðilsins með tólf stig af fimmtán mögulegum en Úrúgvæ situr nú í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir. URUGUAY BEAT ARGENTINA 2-0 It's Argentina's first loss since winning the World Cup pic.twitter.com/3PPGlIHcqs— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Lionel Messi var í liði Argentínu en hann hafði ekki spilað fótboltaleik í 25 daga eða eftir að keppnistímabilinu lauk í Bandaríkjunum. „Þeir eru með lið sem spilar af miklum ákafa og það var erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Þeir eru með fljóta og grimma leikmenn á miðjunni. Okkur leið aldrei vel og gekk illa að halda boltanum í einhvern tíma. Leikurinn var hraður og við spiluðum á tempói sem hentar okkur ekki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. Messi hrósaði Marcelo Bielsa sem er nýtekinn við úrúgvæska landsliðinu. „Þú sérð handbragð Bielsa á því hvernig Úrúgvæ spilar. Í öllum liðum hans, félagsliðum og landsliðum, þá er hans stíll auðþekkjanlegur. Hann er líka að vinna með góða kynslóð leikmanna í Úrúgvæ,“ sagði Messi. Messi tókst ekki að skora en hann var búinn að skora í níu byrjunarliðsleikjum í röð. Honum tókst síðast ekki að skora í leik sem hann byrjaði þegar Argentína mætti Póllandi á HM í Katar 30. nóvember 2022. „Þetta tap er próf fyrir okkur. Þetta gat alltaf gerst en nú þurftum við að standa upp aftur og reyna að spila okkar besta leik í Brasilíu í næstu viku,“ sagði Messi. Uruguay ends Argentina's longest unbeaten run in FIFA World Cup Qualifying history (25 games) It's also the first game that Lionel Messi started for Argentina in which he did not score since last November pic.twitter.com/LLwS8mhs07— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Leikurinn fór fram á hinum heimsfræga Bombonera-leikvangi en það dugði ekki Argentínumönnum að vera á heimavelli. Úrúgvæska liðið var betra liðið frá byrjun og vann leikinn 2-0 með mörkum frá Ronald Araújo og Liverpool-manninum Darwin Núnez. Argentínska landsliðið er enn á toppi riðilsins með tólf stig af fimmtán mögulegum en Úrúgvæ situr nú í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir. URUGUAY BEAT ARGENTINA 2-0 It's Argentina's first loss since winning the World Cup pic.twitter.com/3PPGlIHcqs— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Lionel Messi var í liði Argentínu en hann hafði ekki spilað fótboltaleik í 25 daga eða eftir að keppnistímabilinu lauk í Bandaríkjunum. „Þeir eru með lið sem spilar af miklum ákafa og það var erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Þeir eru með fljóta og grimma leikmenn á miðjunni. Okkur leið aldrei vel og gekk illa að halda boltanum í einhvern tíma. Leikurinn var hraður og við spiluðum á tempói sem hentar okkur ekki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. Messi hrósaði Marcelo Bielsa sem er nýtekinn við úrúgvæska landsliðinu. „Þú sérð handbragð Bielsa á því hvernig Úrúgvæ spilar. Í öllum liðum hans, félagsliðum og landsliðum, þá er hans stíll auðþekkjanlegur. Hann er líka að vinna með góða kynslóð leikmanna í Úrúgvæ,“ sagði Messi. Messi tókst ekki að skora en hann var búinn að skora í níu byrjunarliðsleikjum í röð. Honum tókst síðast ekki að skora í leik sem hann byrjaði þegar Argentína mætti Póllandi á HM í Katar 30. nóvember 2022. „Þetta tap er próf fyrir okkur. Þetta gat alltaf gerst en nú þurftum við að standa upp aftur og reyna að spila okkar besta leik í Brasilíu í næstu viku,“ sagði Messi. Uruguay ends Argentina's longest unbeaten run in FIFA World Cup Qualifying history (25 games) It's also the first game that Lionel Messi started for Argentina in which he did not score since last November pic.twitter.com/LLwS8mhs07— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira