„Ég vill ekki hljóma hrokafullur en mér fannst þetta bara skyldusigur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2023 22:09 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Ljónagryfjunni í kvöld þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn