Verða Chelsea og Manchester City dæmd niður um deild? Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2023 12:30 Mauricio Pochettino og Pep Guardiola eru knattspyrnustjórar Chelsea og Manchester City. Vísir/Getty Í gær bárust fréttir af því að tíu stig hefðu verið tekin af Everton vegna brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttirnar valda forráðamönnum Chelsea og Manchester City vafalaust áhyggjum. Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti