Njarðvíkingar tilkynntu í gærkvöldi um að félagið hafi samið við þennan skemmtilega leikmann.
Þorvaldur Orri hefur verið út í Bandaríkjunum þar sem hann spilaði með Cleveland Charge en það er venslalið NBA félagsins Cleveland Cavaliers.
Þorvaldur er uppalinn KR-ingur og spilaði með KR í fyrravetur þegar liðið féll úr deildinni.
Eftir tímabilið fór hann síðan í nýliðaval þróunardeildar NBA og endaði hjá Cleveland Charge.
Þorvaldur var með 13,3 stig, 5,4 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali með KR á síðustu leiktíð en það var hans fjórða tímabil með meistaraflokki KR.