Talsmenn Afríkusambandsins og Bandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) hafa sérstaklega hrósað Weah fyrir að tala fyrir friðsamlegri valdayfirfærslu.
Boakai, sem var varaforseti landsins á árunum 2006 til 2018, í forsetatíð Ellen Johnson Sirleaf, hlaut 50,64 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna, en Weah 49,36 prósent.

Weah viðurkenndi ósigur síðastliðinn föstudag þegar búið var að telja 99,9 prósent atkvæða, en lokatölur voru gerðar opinberar í gær. „Líbería hefur unnið,“ sagði Weah á föstudaginn þegar hann var búinn að ræða við Boakai og óskað honum til hamingju með sigurinn.
Weah hefur gegnt forsetaembættinu árið 2018. Hann varð fyrsti afríski knattspyrnumaður til að verða valinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA árið 1995, en á knattspynuferli sínum spilaði hann meðal annars með liðum á borð við Monaco, Paris St Germain og AC Milan.