Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2023 20:30 Kokkarnir í kokkalandsliðinu, sem munu keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart í Þýskalandi í byrjun febrúar 2024. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira