Stríðinu muni ekki ljúka þótt gíslarnir komi heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2023 21:06 Benjamín Netanjahú er forsætisráðherra Ísraels. Sean Gallup/Getty Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir stríðið milli Ísraelsmanna og Hamas munu halda áfram, þrátt fyrir að gíslunum sem teknir voru í síðasta mánuði verði sleppt. Ísrael muni halda áfram að berjast þar til „öllum markmiðum hefur verið náð“. Þetta kom fram í myndbandsávarpi sem Netanjahú tók upp og sendi út áður en hann hélt á fund með ríkisstjórn sinni til að ræða mögulegt vopnahlé gegn lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna síðan 7. október. Þar sagði forsætisráðherrann það „þvætting“ að yfirstandandi stríði myndi ljúka um leið og gíslunum hefði verið sleppt. Þó sagði hann lausn þeirra vera forgangsatriði. „Stríð skiptast upp í tímabil og það gerir lausn gíslanna líka. Við munum ekki hætta fyrr en fullnaðarsigur er unninn, fyrr en við náum öllum heim. Það er heilög skylda okkar allra,“ sagði Netanjahú. Hann tók þó fram að annað markmið Ísraels væri að eyða Hamas fyrir fullt og allt. „Og að það verði ekkert á Gasa sem kemur til með að ógna Ísrael aftur.“ Þakkaði Biden Þá sagði Netanjahú að samningaviðræður um vopnahlé gegn lausn gísla yrðu erfiðar. Engu að síður væri rétt að ganga til þeirra. „Árangur okkar í þessu stríði mun ekki tapast ef við leyfum ísraelska hernum að undirbúa sig undir komandi átök,“ sagði hann, og vísaði þar til mögulegs vopnahlés. Eins þakkaði hann Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir hans framlag í viðræðum um vopnahlé. Með hans hjálp hefði skýrari rammi verið settur um viðræðurnar. „Þannig að fleiri gíslar séu undir gegn vægara gjaldi.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi sem Netanjahú tók upp og sendi út áður en hann hélt á fund með ríkisstjórn sinni til að ræða mögulegt vopnahlé gegn lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna síðan 7. október. Þar sagði forsætisráðherrann það „þvætting“ að yfirstandandi stríði myndi ljúka um leið og gíslunum hefði verið sleppt. Þó sagði hann lausn þeirra vera forgangsatriði. „Stríð skiptast upp í tímabil og það gerir lausn gíslanna líka. Við munum ekki hætta fyrr en fullnaðarsigur er unninn, fyrr en við náum öllum heim. Það er heilög skylda okkar allra,“ sagði Netanjahú. Hann tók þó fram að annað markmið Ísraels væri að eyða Hamas fyrir fullt og allt. „Og að það verði ekkert á Gasa sem kemur til með að ógna Ísrael aftur.“ Þakkaði Biden Þá sagði Netanjahú að samningaviðræður um vopnahlé gegn lausn gísla yrðu erfiðar. Engu að síður væri rétt að ganga til þeirra. „Árangur okkar í þessu stríði mun ekki tapast ef við leyfum ísraelska hernum að undirbúa sig undir komandi átök,“ sagði hann, og vísaði þar til mögulegs vopnahlés. Eins þakkaði hann Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir hans framlag í viðræðum um vopnahlé. Með hans hjálp hefði skýrari rammi verið settur um viðræðurnar. „Þannig að fleiri gíslar séu undir gegn vægara gjaldi.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira