Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 06:25 Samkomulagið felur í sér aukna mannúðaraðstoð á Gasa, meðal annars eldsneyti til að koma sjúkrahúsum á svæðinu aftur í gang. AP/Mohammed Dahman Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira