Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:24 Mánaðarskammtur af Wegovy kostar um 23 þúsund krónur en af Saxenda um 45 þúsund. Vísir/EPA Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins kallar eftir því að breytingar á greiðsluþátttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu, verði endurskoðaðar án tafar. Í tilkynningu segir að breytingarnar, sem tilkynnt var um í byrjun mánaðar, leiði til mismununar sjúklinga eftir efnahag og hindri heilbrigðisstarfsfólk í að veita viðeigandi meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Lyfin séu ekki niðurgreidd fyrr en vandinn sé löngu orðinn aðkallandi. Skilyrt við sjúklinga sem þjást af offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar í upphafi mánaða var greint frá því að Lyfjastofnun hefði endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku Saxenda var hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Endurskoðun fór fram að beiðni Sjúkratrygginga Íslands en þar var bent á að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans en að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Fáir geti nýtt sér lyfin með hertum skilyrðum Í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag segir að meðferð með lyfjunum Wegovy og Saxenda geti gagnast hópi einstaklinga með sjúkdóminn offitu vel en með hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku sé ljóst að fáir geti nýtt sér meðferð með lyfjunum. „Heilsugæslan vekur athygli á því að með því að nýta þessi lyf með réttum hætti þar sem það á við er líklegt að hægt sé að bæta heilsu fjölda einstaklinga og um leið spara samfélaginu háar upphæðir vegna heilbrigðisþjónustu við þessa einstaklinga í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að með því að takmarka niðurgreiðslu verulega sé efnaminni sjúklingum mismunað enda geta efnameiri sjúklingar eftir sem áður notað lyfin með því að greiða fyrir þau að fullu sjálfir. „Slík mismunun gengur beint gegn réttindum sjúklinga,“ segir enn fremur og að sérfræðingar heilsugæslunnar séu tilbúnir til að aðstoða við endurskoðun greiðsluþátttökunnar. „Offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem mikilvægt er að meðhöndla ævilangt með réttum aðferðum á mismunandi stigum sjúkdómsins til að draga úr líkum á margvíslegum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum,“ segir að lokum. Lyf Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. 10. júlí 2023 07:29 Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5. október 2023 13:29 Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. 27. september 2023 12:46 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins kallar eftir því að breytingar á greiðsluþátttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu, verði endurskoðaðar án tafar. Í tilkynningu segir að breytingarnar, sem tilkynnt var um í byrjun mánaðar, leiði til mismununar sjúklinga eftir efnahag og hindri heilbrigðisstarfsfólk í að veita viðeigandi meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Lyfin séu ekki niðurgreidd fyrr en vandinn sé löngu orðinn aðkallandi. Skilyrt við sjúklinga sem þjást af offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar í upphafi mánaða var greint frá því að Lyfjastofnun hefði endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku Saxenda var hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Endurskoðun fór fram að beiðni Sjúkratrygginga Íslands en þar var bent á að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans en að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Fáir geti nýtt sér lyfin með hertum skilyrðum Í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag segir að meðferð með lyfjunum Wegovy og Saxenda geti gagnast hópi einstaklinga með sjúkdóminn offitu vel en með hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku sé ljóst að fáir geti nýtt sér meðferð með lyfjunum. „Heilsugæslan vekur athygli á því að með því að nýta þessi lyf með réttum hætti þar sem það á við er líklegt að hægt sé að bæta heilsu fjölda einstaklinga og um leið spara samfélaginu háar upphæðir vegna heilbrigðisþjónustu við þessa einstaklinga í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að með því að takmarka niðurgreiðslu verulega sé efnaminni sjúklingum mismunað enda geta efnameiri sjúklingar eftir sem áður notað lyfin með því að greiða fyrir þau að fullu sjálfir. „Slík mismunun gengur beint gegn réttindum sjúklinga,“ segir enn fremur og að sérfræðingar heilsugæslunnar séu tilbúnir til að aðstoða við endurskoðun greiðsluþátttökunnar. „Offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem mikilvægt er að meðhöndla ævilangt með réttum aðferðum á mismunandi stigum sjúkdómsins til að draga úr líkum á margvíslegum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum,“ segir að lokum.
Lyf Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. 10. júlí 2023 07:29 Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5. október 2023 13:29 Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. 27. september 2023 12:46 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. 10. júlí 2023 07:29
Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44
Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5. október 2023 13:29
Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. 27. september 2023 12:46
Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54