Martínez reyndi að taka kylfu af löggu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2023 11:30 Emiliano Martínez var heitt í hamsi fyrir leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2026. epa/Andre Coelho Emiliano Martínez, markvörður argentínska fótboltalandsliðsins, reyndi að taka kylfu af lögreglumanni í átökunum sem brutust út fyrir leikinn gegn Brasilíu. Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira