Ísland á fimm CrossFit konur meðal þeirra tvö hundruð bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er fremsta CrossFit kona Íslands í dag samkvæmt nýja topp tvö hundruð listanum. @katrintanja Laura Horvath er heimsmeistari í CrossFit íþróttinni síðan í ágúst en hún er samt ekki í efsta sætinu á nýjum lista yfir tvö hundruð bestu CrossFit konur heims. Brian Friend, stofnandi Bfriendlyfitness, hefur nú uppfært lista sinn yfir bestu CrossFit konurnar í dag. Hann setur goðsögnina Tia-Clair Toomey-Orr í efsta sætið en Toomey var næstum því búin að vinna Horvath á Rogue Invitational á dögunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun maí. Engin íslensk CrossFit kona er meðal þeirra tólf efstu á listanum en þar eru aftur á móti tvær með sterka Íslandstengingu. Emma Lawson er þriðja og Gabriela Migala er í fimmta sæti en báðar hafa þær Snorra Barón Jónsson sem umboðsmann. Á milli þeirra í fjórða sætinu er síðan Mallory O’Brien sem keppti ekki á árinu 2023. Ísland á fimm fulltrúa á listanum þar af þrjá þeirra meðal fimmtíu efstu. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenska konan á listanum en hún situr í þrettánda sætinu. Katrín náði bestu árangri íslensku stelpnanna á heimsleikunum þar sem hún endaði í sjöunda sæti. Hún hefur síðan tekið sér frí í haust til að hlaða batteríin og hefur það eflaust eitthvað með það að segja að heimsleikaframmistaðan skilar henni ekki ofar. Anníe Mist Þórisdóttir er ekki á listanum að þessu sinni enda komin í barneignarfrí langt fram á næsta ári í það minnsta. Anníe hefði annars örugglega verið meðal tuttugu efstu en hún varð þrettánda á heimsleikunum í haust. Næst af íslensku stelpunum, á eftir Katrínu Tönju, er Þuríður Erla Helgadóttir í 33. sæti. Þuríður Erla hefur keppt oft á heimsleikunum síðustu árin en tókst ekki að komast þangað í ár. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Söru Sigmundsdóttur síðustu árin en hún er samt enn inn á topp fimmtíu á listanum. Sara er nú í 48. sætinu og þriðja efst af íslensku stelpunum. Sólveig Sigurðardóttir er eina íslenska konan í sætum 51 til 100 en hún er í 64. sæti listans. Sólveig náði ekki alveg að fylgja eftir 2022 þar sem hún sprakk fram á sjónarsviðið og komst alla leið inn á heimsleikana. Oddný Eik Gylfadóttir er í 121. sæti listans og sú síðasta af þeim íslensku sem kemst á blað. Vonandi fjölgar íslensku konunum í framtíðinni og ein sem getur farið að gera tilkall til sæti á listans er bronskonan Bergrós Björnsdóttir frá unglingakeppni heimsleikanna í haust. Bergrós keppir næst á Wodapalooza í Miami í janúar og það verður gaman að fylgjast með henni taka vonandi næstu skref á árinu 2024. Hver veit nema að hún verði kominn inn á næsta lista í lok næsta árs. Ef Instagram færslan hér að ofan birtast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. CrossFit Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira
Brian Friend, stofnandi Bfriendlyfitness, hefur nú uppfært lista sinn yfir bestu CrossFit konurnar í dag. Hann setur goðsögnina Tia-Clair Toomey-Orr í efsta sætið en Toomey var næstum því búin að vinna Horvath á Rogue Invitational á dögunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun maí. Engin íslensk CrossFit kona er meðal þeirra tólf efstu á listanum en þar eru aftur á móti tvær með sterka Íslandstengingu. Emma Lawson er þriðja og Gabriela Migala er í fimmta sæti en báðar hafa þær Snorra Barón Jónsson sem umboðsmann. Á milli þeirra í fjórða sætinu er síðan Mallory O’Brien sem keppti ekki á árinu 2023. Ísland á fimm fulltrúa á listanum þar af þrjá þeirra meðal fimmtíu efstu. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenska konan á listanum en hún situr í þrettánda sætinu. Katrín náði bestu árangri íslensku stelpnanna á heimsleikunum þar sem hún endaði í sjöunda sæti. Hún hefur síðan tekið sér frí í haust til að hlaða batteríin og hefur það eflaust eitthvað með það að segja að heimsleikaframmistaðan skilar henni ekki ofar. Anníe Mist Þórisdóttir er ekki á listanum að þessu sinni enda komin í barneignarfrí langt fram á næsta ári í það minnsta. Anníe hefði annars örugglega verið meðal tuttugu efstu en hún varð þrettánda á heimsleikunum í haust. Næst af íslensku stelpunum, á eftir Katrínu Tönju, er Þuríður Erla Helgadóttir í 33. sæti. Þuríður Erla hefur keppt oft á heimsleikunum síðustu árin en tókst ekki að komast þangað í ár. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Söru Sigmundsdóttur síðustu árin en hún er samt enn inn á topp fimmtíu á listanum. Sara er nú í 48. sætinu og þriðja efst af íslensku stelpunum. Sólveig Sigurðardóttir er eina íslenska konan í sætum 51 til 100 en hún er í 64. sæti listans. Sólveig náði ekki alveg að fylgja eftir 2022 þar sem hún sprakk fram á sjónarsviðið og komst alla leið inn á heimsleikana. Oddný Eik Gylfadóttir er í 121. sæti listans og sú síðasta af þeim íslensku sem kemst á blað. Vonandi fjölgar íslensku konunum í framtíðinni og ein sem getur farið að gera tilkall til sæti á listans er bronskonan Bergrós Björnsdóttir frá unglingakeppni heimsleikanna í haust. Bergrós keppir næst á Wodapalooza í Miami í janúar og það verður gaman að fylgjast með henni taka vonandi næstu skref á árinu 2024. Hver veit nema að hún verði kominn inn á næsta lista í lok næsta árs. Ef Instagram færslan hér að ofan birtast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.
CrossFit Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira