Ísland á fimm CrossFit konur meðal þeirra tvö hundruð bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er fremsta CrossFit kona Íslands í dag samkvæmt nýja topp tvö hundruð listanum. @katrintanja Laura Horvath er heimsmeistari í CrossFit íþróttinni síðan í ágúst en hún er samt ekki í efsta sætinu á nýjum lista yfir tvö hundruð bestu CrossFit konur heims. Brian Friend, stofnandi Bfriendlyfitness, hefur nú uppfært lista sinn yfir bestu CrossFit konurnar í dag. Hann setur goðsögnina Tia-Clair Toomey-Orr í efsta sætið en Toomey var næstum því búin að vinna Horvath á Rogue Invitational á dögunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun maí. Engin íslensk CrossFit kona er meðal þeirra tólf efstu á listanum en þar eru aftur á móti tvær með sterka Íslandstengingu. Emma Lawson er þriðja og Gabriela Migala er í fimmta sæti en báðar hafa þær Snorra Barón Jónsson sem umboðsmann. Á milli þeirra í fjórða sætinu er síðan Mallory O’Brien sem keppti ekki á árinu 2023. Ísland á fimm fulltrúa á listanum þar af þrjá þeirra meðal fimmtíu efstu. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenska konan á listanum en hún situr í þrettánda sætinu. Katrín náði bestu árangri íslensku stelpnanna á heimsleikunum þar sem hún endaði í sjöunda sæti. Hún hefur síðan tekið sér frí í haust til að hlaða batteríin og hefur það eflaust eitthvað með það að segja að heimsleikaframmistaðan skilar henni ekki ofar. Anníe Mist Þórisdóttir er ekki á listanum að þessu sinni enda komin í barneignarfrí langt fram á næsta ári í það minnsta. Anníe hefði annars örugglega verið meðal tuttugu efstu en hún varð þrettánda á heimsleikunum í haust. Næst af íslensku stelpunum, á eftir Katrínu Tönju, er Þuríður Erla Helgadóttir í 33. sæti. Þuríður Erla hefur keppt oft á heimsleikunum síðustu árin en tókst ekki að komast þangað í ár. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Söru Sigmundsdóttur síðustu árin en hún er samt enn inn á topp fimmtíu á listanum. Sara er nú í 48. sætinu og þriðja efst af íslensku stelpunum. Sólveig Sigurðardóttir er eina íslenska konan í sætum 51 til 100 en hún er í 64. sæti listans. Sólveig náði ekki alveg að fylgja eftir 2022 þar sem hún sprakk fram á sjónarsviðið og komst alla leið inn á heimsleikana. Oddný Eik Gylfadóttir er í 121. sæti listans og sú síðasta af þeim íslensku sem kemst á blað. Vonandi fjölgar íslensku konunum í framtíðinni og ein sem getur farið að gera tilkall til sæti á listans er bronskonan Bergrós Björnsdóttir frá unglingakeppni heimsleikanna í haust. Bergrós keppir næst á Wodapalooza í Miami í janúar og það verður gaman að fylgjast með henni taka vonandi næstu skref á árinu 2024. Hver veit nema að hún verði kominn inn á næsta lista í lok næsta árs. Ef Instagram færslan hér að ofan birtast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Brian Friend, stofnandi Bfriendlyfitness, hefur nú uppfært lista sinn yfir bestu CrossFit konurnar í dag. Hann setur goðsögnina Tia-Clair Toomey-Orr í efsta sætið en Toomey var næstum því búin að vinna Horvath á Rogue Invitational á dögunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun maí. Engin íslensk CrossFit kona er meðal þeirra tólf efstu á listanum en þar eru aftur á móti tvær með sterka Íslandstengingu. Emma Lawson er þriðja og Gabriela Migala er í fimmta sæti en báðar hafa þær Snorra Barón Jónsson sem umboðsmann. Á milli þeirra í fjórða sætinu er síðan Mallory O’Brien sem keppti ekki á árinu 2023. Ísland á fimm fulltrúa á listanum þar af þrjá þeirra meðal fimmtíu efstu. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenska konan á listanum en hún situr í þrettánda sætinu. Katrín náði bestu árangri íslensku stelpnanna á heimsleikunum þar sem hún endaði í sjöunda sæti. Hún hefur síðan tekið sér frí í haust til að hlaða batteríin og hefur það eflaust eitthvað með það að segja að heimsleikaframmistaðan skilar henni ekki ofar. Anníe Mist Þórisdóttir er ekki á listanum að þessu sinni enda komin í barneignarfrí langt fram á næsta ári í það minnsta. Anníe hefði annars örugglega verið meðal tuttugu efstu en hún varð þrettánda á heimsleikunum í haust. Næst af íslensku stelpunum, á eftir Katrínu Tönju, er Þuríður Erla Helgadóttir í 33. sæti. Þuríður Erla hefur keppt oft á heimsleikunum síðustu árin en tókst ekki að komast þangað í ár. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Söru Sigmundsdóttur síðustu árin en hún er samt enn inn á topp fimmtíu á listanum. Sara er nú í 48. sætinu og þriðja efst af íslensku stelpunum. Sólveig Sigurðardóttir er eina íslenska konan í sætum 51 til 100 en hún er í 64. sæti listans. Sólveig náði ekki alveg að fylgja eftir 2022 þar sem hún sprakk fram á sjónarsviðið og komst alla leið inn á heimsleikana. Oddný Eik Gylfadóttir er í 121. sæti listans og sú síðasta af þeim íslensku sem kemst á blað. Vonandi fjölgar íslensku konunum í framtíðinni og ein sem getur farið að gera tilkall til sæti á listans er bronskonan Bergrós Björnsdóttir frá unglingakeppni heimsleikanna í haust. Bergrós keppir næst á Wodapalooza í Miami í janúar og það verður gaman að fylgjast með henni taka vonandi næstu skref á árinu 2024. Hver veit nema að hún verði kominn inn á næsta lista í lok næsta árs. Ef Instagram færslan hér að ofan birtast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.
CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira