Vísað úr landi vegna fíkniefnaframleiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2023 10:50 Koma verður í ljós hvort Eimantas áfrýi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Vísir/Vilhelm Karlmanni frá Litháen sem hlaut þungan dóm fyrir fíkniefnaframleiðslu hér á landi árið 2021 verður vísað úr landi. Hann má ekki snúa aftur til Íslands næstu fjórtán árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira