Stjörnukonan verður heiðruð í Kanada í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:00 Erin McLeod hefur átt langan og flottan feril. Getty/Jeremy Reper Stjörnukonan Erin McLeod er á leiðinni heim til Kanada í jólamánuðinum og fær að upplifa þar mjög sérstaka stund. Erin er eiginkona Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og var markvörður Stjörnunnar í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún er líka ein reyndasta landsliðskona Kanada frá upphafi. Kanadíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að ætlunin sé að heiðra þrjár goðsagnir kvennalandsliðsins á landsleik Kanada í Vancouver í desember. Leikmennirnir eru Erin McLeod, miðjumaðurinn Sophie Schmidt og framherjinn Christine Sinclair. Schmidt spilaði 224 landsleiki fyrir Kanada frá 2005 til 2023 og skoraði í þeim 20 mörk. Hún setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM í sumar. Schmidt er næstleikhæsta kanadíska landsliðskona sögunnar. McLeod spilaði 119 leiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. Hún spilaði alls nítján leiki á stórmótum, HM eða ÓL, fyrir Kanada. McLeod er sá kanadíski markvörður sem hefur oftast haldið marki sínu hreinu eða 49 sinnum í þessum 119 leikjum. Sinclair tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta ár í landsliðinu en kanadíska sambandið sannfærði hana um að taka þátt í fjórum leikjum í desember sem verður eins konar kveðjuferðalag hennar um landið. Sinclair er markahæsta landsliðskona sögunnar en hún er með 190 mörk í 329 landsleikjum sem er bæði kanadískt met. Kanadíska landsliðið spilar þessa fjóra leiki víðs vegar um Kanada eða í Montreal, Halifax, Victoria og loks í Vancouver. Í lokaleiknum í Vancouver verður síðan kveðjuhátíð þar sem kanadíska þjóðin mun kveðja þessa þrjá leikmenn. Þær verða allar heiðraðar með viðhöfn. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Kanada Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira
Erin er eiginkona Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og var markvörður Stjörnunnar í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún er líka ein reyndasta landsliðskona Kanada frá upphafi. Kanadíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að ætlunin sé að heiðra þrjár goðsagnir kvennalandsliðsins á landsleik Kanada í Vancouver í desember. Leikmennirnir eru Erin McLeod, miðjumaðurinn Sophie Schmidt og framherjinn Christine Sinclair. Schmidt spilaði 224 landsleiki fyrir Kanada frá 2005 til 2023 og skoraði í þeim 20 mörk. Hún setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM í sumar. Schmidt er næstleikhæsta kanadíska landsliðskona sögunnar. McLeod spilaði 119 leiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. Hún spilaði alls nítján leiki á stórmótum, HM eða ÓL, fyrir Kanada. McLeod er sá kanadíski markvörður sem hefur oftast haldið marki sínu hreinu eða 49 sinnum í þessum 119 leikjum. Sinclair tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta ár í landsliðinu en kanadíska sambandið sannfærði hana um að taka þátt í fjórum leikjum í desember sem verður eins konar kveðjuferðalag hennar um landið. Sinclair er markahæsta landsliðskona sögunnar en hún er með 190 mörk í 329 landsleikjum sem er bæði kanadískt met. Kanadíska landsliðið spilar þessa fjóra leiki víðs vegar um Kanada eða í Montreal, Halifax, Victoria og loks í Vancouver. Í lokaleiknum í Vancouver verður síðan kveðjuhátíð þar sem kanadíska þjóðin mun kveðja þessa þrjá leikmenn. Þær verða allar heiðraðar með viðhöfn. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer)
Kanada Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira