Við erum hér og vertu með Guðmundur Sigbergsson, Guðný Nielsen, Íris Ólafsdóttir, Ívar Kristinn Jasonarson, Anna Ingvarsdóttir og Haukur Logi Jóhannsson skrifa 24. nóvember 2023 10:01 Umhverfis- og loftslagsmál eru í brennidepli og við verðum öll vör við ægimátt náttúruaflanna sem eru sífellt að verða sýnilegri. Það sem má þó ekki gleymast eru þær aðgerðir sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og loftslagsbreytingar. Við upplifum kannski ákveðin vanmátt þegar við erum að kynna okkur viðfangsefni loftslagsbreytinga eða annarra umhverfismála. Þau eru oft flókin og krefjast skilnings til þess að mynda okkur upplýsta afstöðu eða skoðun. Þekking á því sem er að gerast í umhverfinu okkar er mögulega ekki eins mikil og við myndum vilja, á það bæði við um einstaklinga og fyrirtæki, sem hafa bein eða óbein áhrif á umhverfi, náttúru og loftslag. Við treystum því oft á aðila sem “eiga að” þekkja betur viðfangsefnið, til þess að taka ákvarðanir fyrir okkur. En er það rétta leiðin? Að taka þátt í að móta stefnu og strauma eða leggja sitt af mörkum krefst þess ekki að full þekking á viðfangsefninu sé til staðar. Þvert á móti er ekkert því til fyrirstöðu að maður sé pínu grænn þegar kemur að þessu. Að blanda saman sérfræðingum og öðrum sem hafa minni þekkingu á viðfangsefninu, en hafa samt hagsmuna að gæta, er aðferðafræði staðlagerðar. Það tryggir líka frekari notkun staðla og staðlaðra aðgerða þegar kemur að þessum málaflokki. Nýtt fagstaðlaráð stofnað fyrir umhverfis- og loftslagsmálefni Með því að fylgja stöðluðu verklagi sem þróað hefur verið af fagsérfræðingum tryggir þú að það liggja sammæli um bestu mögulegu útkomuna. Að fylgja stöðlum felst í að byggja á verklagi sem fagaðilar úr öllum geirum hafa sammælst um að sé “bestu starfsvenjur”. Staðlar eru verkfæri til þess að nota til þess að stuðla að trausti og að einstaklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar treysti að aðgerðir séu í samræmi við “bestu starfsvenjur”. Ólíkt reglu- og lagasetningu þá er staðlagerð byggð á mun víðtækari samráði og sérfræðiþekkingu á viðkomandi sviði. Staðlaráð Íslands/Íslenskir staðlar hefur um áratuga skeið verið vettvangur stöðlunar á Íslandi og hefur lögformlegt gildi sem slíkur. Innan raða þess hafa starfað nokkur fagstaðlaráð á tilteknum fagsviðum (t.d. byggingar, rafmagn og upplýsingatækni). Nýverið var formlega stofnað til fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum (FUM) sem mun sinna stöðlun og staðlatengdri vinnu á því fagsviði. Fagstaðlaráð er opin vettvangur og öllum frjálst að gerast aðilar að því og taka virkan þátt í mótun umhverfistengdra staðla hér á landi. Hvorki er krafist þess að aðilar hafi víðtæka þekkingu á fagsviðinu né reynslu af staðlagerð. Sú þekking mun hinsvegar aukast með þátttöku og fyrirtæki eða stofnanir munu hafa mikinn hag af í framtíðinni. Hlutverk og tilgangur Meginhlutverk þessa nýja fagstaðlaráðs er skýrt, að knýja fram nýsköpun og stöðlun á sviði umhverfismála, sjálfbærra starfshátta og aðgerða í loftslagsmálum. Við stefnum að því að nýta sérþekkingu og metnað Íslendinga til að nota alþjóðleg, viðurkennd og þekkt viðmið ásamt því að þróa nýja staðla og leiðbeiningar, byggt á bestu mögulegu þekkingu, sem munu leggja grunn að grænna samfélagi með orkuskiptum, vistvænum samgöngum, tækni o.fl. Tilgangurinn er svo á hinn bóginn sá að gera hagsmunaaðilum á Íslandi kleift að taka þátt í staðlagerð og leggja sín vog á lóðarskálarnar við að tryggja að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé í samræmi við umhverfislöggjöf, sé sjálfbær og að áhrif þeirra á umhverfi og loftslags séu lítil eða engin. Að það sé ákveðið samræmi í því sem við gerum til að hægt sé að mæla og bera saman árangurinn sem hlýst af staðlagerð og notkun staðla. Tækifæri og áskoranir Það er flest öllum ljóst að áskoranir í umhverfis- og loftslagsmálum eru af mörgum toga og verða ekki afgreiddar með einhverjum auðveldum hætti. Þær eru líka mismunandi eftir því hvort við erum að tala um umhverfismál eða loftslagsmál. Þó þetta tvennt sé nátengt er mikilvægt að greina þarna á milli svo ekki verði um villst hvað sé verið að gera og fyrir hvað. Loftslagsmál séu með ólíkar áskoranir en önnur umhverfismál og er þá samt mikilvægt horfa heildrænt á málaflokkinn umhverfismál í stað þess að horfa á þetta í einhverju sílóum, enda tengist þetta allt á einhvern hátt. Það er t.d. mikilvægt að árangur í loftslagsmálum hafi ekki neikvæð áhrif á aðra umhverfisþætti. Að sama skapi þá felast í þessu tækifæri til að leggja sitt að mörkum og vera leiðandi á sínu sviði þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Tækifærin fyrir þá sem hafa hug á að vera með eru þó nokkur. Ekki er það eingöngu tækifærið til að taka þátt heldur einnig aðgangur að sérfræðingum á þessu sviði, að vera leiðandi á þessu sviði eða geta starfað náið með alþjóðlegum aðilum. Tækifærin eru af mörgum toga en grunnurinn að þátttöku verður ávallt sá, að móta nýjar hugmyndir og áherslur samkvæmt þörfum umhverfis og samfélags. FUM er komið til að vera og við erum hér til þess að aðstoða og vera virkir þátttakendur í að tækla loftslagsvána ásamt ótal öðrum áskorunum tengdum umhverfismálum. Fyrirtæki eru að gera ýmislegt en það getur og þarf að ganga hraðar fyrir sig. Við getum verið sá stökkpallur sem að umhverfis- og loftslagsmál þurfa svo á að halda. Vertu með okkur í þessari vegferð og leggðu þín lóð á vogarskálarnar. Höfundar eru stjórn Fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum: Guðmundur Sigbergsson, formaður – Stofnandi International Carbon Registry Guðný Nielsen – Stofnandi SoGreen Íris Ólafsdóttir – Stofnandi Orb Ívar Kristinn Jasonarson – Sérfræðingur hjá Landsvirkjun Anna Ingvarsdóttir – Verkfræðingur hjá Verkís Haukur Logi Jóhannsson, ritari – Verkefnastjóri hjá Íslenskir staðlar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Stjórnsýsla Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis- og loftslagsmál eru í brennidepli og við verðum öll vör við ægimátt náttúruaflanna sem eru sífellt að verða sýnilegri. Það sem má þó ekki gleymast eru þær aðgerðir sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og loftslagsbreytingar. Við upplifum kannski ákveðin vanmátt þegar við erum að kynna okkur viðfangsefni loftslagsbreytinga eða annarra umhverfismála. Þau eru oft flókin og krefjast skilnings til þess að mynda okkur upplýsta afstöðu eða skoðun. Þekking á því sem er að gerast í umhverfinu okkar er mögulega ekki eins mikil og við myndum vilja, á það bæði við um einstaklinga og fyrirtæki, sem hafa bein eða óbein áhrif á umhverfi, náttúru og loftslag. Við treystum því oft á aðila sem “eiga að” þekkja betur viðfangsefnið, til þess að taka ákvarðanir fyrir okkur. En er það rétta leiðin? Að taka þátt í að móta stefnu og strauma eða leggja sitt af mörkum krefst þess ekki að full þekking á viðfangsefninu sé til staðar. Þvert á móti er ekkert því til fyrirstöðu að maður sé pínu grænn þegar kemur að þessu. Að blanda saman sérfræðingum og öðrum sem hafa minni þekkingu á viðfangsefninu, en hafa samt hagsmuna að gæta, er aðferðafræði staðlagerðar. Það tryggir líka frekari notkun staðla og staðlaðra aðgerða þegar kemur að þessum málaflokki. Nýtt fagstaðlaráð stofnað fyrir umhverfis- og loftslagsmálefni Með því að fylgja stöðluðu verklagi sem þróað hefur verið af fagsérfræðingum tryggir þú að það liggja sammæli um bestu mögulegu útkomuna. Að fylgja stöðlum felst í að byggja á verklagi sem fagaðilar úr öllum geirum hafa sammælst um að sé “bestu starfsvenjur”. Staðlar eru verkfæri til þess að nota til þess að stuðla að trausti og að einstaklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar treysti að aðgerðir séu í samræmi við “bestu starfsvenjur”. Ólíkt reglu- og lagasetningu þá er staðlagerð byggð á mun víðtækari samráði og sérfræðiþekkingu á viðkomandi sviði. Staðlaráð Íslands/Íslenskir staðlar hefur um áratuga skeið verið vettvangur stöðlunar á Íslandi og hefur lögformlegt gildi sem slíkur. Innan raða þess hafa starfað nokkur fagstaðlaráð á tilteknum fagsviðum (t.d. byggingar, rafmagn og upplýsingatækni). Nýverið var formlega stofnað til fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum (FUM) sem mun sinna stöðlun og staðlatengdri vinnu á því fagsviði. Fagstaðlaráð er opin vettvangur og öllum frjálst að gerast aðilar að því og taka virkan þátt í mótun umhverfistengdra staðla hér á landi. Hvorki er krafist þess að aðilar hafi víðtæka þekkingu á fagsviðinu né reynslu af staðlagerð. Sú þekking mun hinsvegar aukast með þátttöku og fyrirtæki eða stofnanir munu hafa mikinn hag af í framtíðinni. Hlutverk og tilgangur Meginhlutverk þessa nýja fagstaðlaráðs er skýrt, að knýja fram nýsköpun og stöðlun á sviði umhverfismála, sjálfbærra starfshátta og aðgerða í loftslagsmálum. Við stefnum að því að nýta sérþekkingu og metnað Íslendinga til að nota alþjóðleg, viðurkennd og þekkt viðmið ásamt því að þróa nýja staðla og leiðbeiningar, byggt á bestu mögulegu þekkingu, sem munu leggja grunn að grænna samfélagi með orkuskiptum, vistvænum samgöngum, tækni o.fl. Tilgangurinn er svo á hinn bóginn sá að gera hagsmunaaðilum á Íslandi kleift að taka þátt í staðlagerð og leggja sín vog á lóðarskálarnar við að tryggja að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé í samræmi við umhverfislöggjöf, sé sjálfbær og að áhrif þeirra á umhverfi og loftslags séu lítil eða engin. Að það sé ákveðið samræmi í því sem við gerum til að hægt sé að mæla og bera saman árangurinn sem hlýst af staðlagerð og notkun staðla. Tækifæri og áskoranir Það er flest öllum ljóst að áskoranir í umhverfis- og loftslagsmálum eru af mörgum toga og verða ekki afgreiddar með einhverjum auðveldum hætti. Þær eru líka mismunandi eftir því hvort við erum að tala um umhverfismál eða loftslagsmál. Þó þetta tvennt sé nátengt er mikilvægt að greina þarna á milli svo ekki verði um villst hvað sé verið að gera og fyrir hvað. Loftslagsmál séu með ólíkar áskoranir en önnur umhverfismál og er þá samt mikilvægt horfa heildrænt á málaflokkinn umhverfismál í stað þess að horfa á þetta í einhverju sílóum, enda tengist þetta allt á einhvern hátt. Það er t.d. mikilvægt að árangur í loftslagsmálum hafi ekki neikvæð áhrif á aðra umhverfisþætti. Að sama skapi þá felast í þessu tækifæri til að leggja sitt að mörkum og vera leiðandi á sínu sviði þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Tækifærin fyrir þá sem hafa hug á að vera með eru þó nokkur. Ekki er það eingöngu tækifærið til að taka þátt heldur einnig aðgangur að sérfræðingum á þessu sviði, að vera leiðandi á þessu sviði eða geta starfað náið með alþjóðlegum aðilum. Tækifærin eru af mörgum toga en grunnurinn að þátttöku verður ávallt sá, að móta nýjar hugmyndir og áherslur samkvæmt þörfum umhverfis og samfélags. FUM er komið til að vera og við erum hér til þess að aðstoða og vera virkir þátttakendur í að tækla loftslagsvána ásamt ótal öðrum áskorunum tengdum umhverfismálum. Fyrirtæki eru að gera ýmislegt en það getur og þarf að ganga hraðar fyrir sig. Við getum verið sá stökkpallur sem að umhverfis- og loftslagsmál þurfa svo á að halda. Vertu með okkur í þessari vegferð og leggðu þín lóð á vogarskálarnar. Höfundar eru stjórn Fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum: Guðmundur Sigbergsson, formaður – Stofnandi International Carbon Registry Guðný Nielsen – Stofnandi SoGreen Íris Ólafsdóttir – Stofnandi Orb Ívar Kristinn Jasonarson – Sérfræðingur hjá Landsvirkjun Anna Ingvarsdóttir – Verkfræðingur hjá Verkís Haukur Logi Jóhannsson, ritari – Verkefnastjóri hjá Íslenskir staðlar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar