Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 14:49 Palestínumenn flýja frá norðuhluta Gasastrandinnar undir eftirliti ísraelskra hermanna. AP/Mohammed Dahman Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, sagði á X í dag að búið væri að sleppa Taílendingunum ellefu og þeir yrðu sóttir af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins eins fljótt og auðið væri. Uppfært: Rauði krosinn tilkynnti að einungis 24 gíslum hefði verið sleppt. Blaðamenn ytra segja að tíu Taílendingum og einum frá Filippseyjum hafi verið sleppt en ekki tólf Taílendingum, eins og upprunalega kom fram. Tölur eru á einhverju reiki en talsmaður utanríkisráðuneytis Katar segjir Taílendingunum hafa verið sleppt utan þessa formlega vopnahléssamkomulags. We are relieved to confirm the safe release of 24 hostages. We have facilitated this release by transporting them from Gaza to the Rafah border, marking the real-life impact of our role as a neutral intermediary between the parties.— ICRC in Israel & OT (@ICRC_ilot) November 24, 2023 Í frétt New York Times segir að einnig sé búið að frelsa þrettán konur og börn frá Ísrael sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október. Talið er að Hamas-liðar og vígamenn íslamsks jíhads hafi haldið um 240 manns í gíslingu. Í heildina verður fimmtíu gíslum, konum og börnum, sleppt á næstu fjórum dögum, haldi vopnahléið. Það er í skiptum fyrir 150 konur og börn frá Palestínu sem Ísraelar hafa handsamað. Fangaskiptin fóru fram við Rafah-landamærastöðina milli Gasastrandarinnar og Egyptalands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá svæðinu í spilaranum hér að neðan. Vopnahléið felur einnig í sér að engar flugvélar Ísraela megi vera á lofti yfir suðurhluta Gasastrandarinnar og það sama eigi við norðurhlutann milli tíu og fjögur að degi til. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Bæði Ísraelar og leiðtogar Hamas-samtakanna hafa gefið í skyn að stríðinu þeirra á milli, sem hefur komið gífurlega niður á óbreyttum íbúum Gasastrandarinnar, sé ekki lokið enn. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í gær að vonast væri til þess að vopnahléið tímabundna gæti leitt til stríðsloka. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. 23. nóvember 2023 15:05 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, sagði á X í dag að búið væri að sleppa Taílendingunum ellefu og þeir yrðu sóttir af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins eins fljótt og auðið væri. Uppfært: Rauði krosinn tilkynnti að einungis 24 gíslum hefði verið sleppt. Blaðamenn ytra segja að tíu Taílendingum og einum frá Filippseyjum hafi verið sleppt en ekki tólf Taílendingum, eins og upprunalega kom fram. Tölur eru á einhverju reiki en talsmaður utanríkisráðuneytis Katar segjir Taílendingunum hafa verið sleppt utan þessa formlega vopnahléssamkomulags. We are relieved to confirm the safe release of 24 hostages. We have facilitated this release by transporting them from Gaza to the Rafah border, marking the real-life impact of our role as a neutral intermediary between the parties.— ICRC in Israel & OT (@ICRC_ilot) November 24, 2023 Í frétt New York Times segir að einnig sé búið að frelsa þrettán konur og börn frá Ísrael sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október. Talið er að Hamas-liðar og vígamenn íslamsks jíhads hafi haldið um 240 manns í gíslingu. Í heildina verður fimmtíu gíslum, konum og börnum, sleppt á næstu fjórum dögum, haldi vopnahléið. Það er í skiptum fyrir 150 konur og börn frá Palestínu sem Ísraelar hafa handsamað. Fangaskiptin fóru fram við Rafah-landamærastöðina milli Gasastrandarinnar og Egyptalands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá svæðinu í spilaranum hér að neðan. Vopnahléið felur einnig í sér að engar flugvélar Ísraela megi vera á lofti yfir suðurhluta Gasastrandarinnar og það sama eigi við norðurhlutann milli tíu og fjögur að degi til. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Bæði Ísraelar og leiðtogar Hamas-samtakanna hafa gefið í skyn að stríðinu þeirra á milli, sem hefur komið gífurlega niður á óbreyttum íbúum Gasastrandarinnar, sé ekki lokið enn. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í gær að vonast væri til þess að vopnahléið tímabundna gæti leitt til stríðsloka.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. 23. nóvember 2023 15:05 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51
Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. 23. nóvember 2023 15:05
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25