Fagnaðarlæti á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 09:55 Frá Vesturbakkanum í gærkvöldi. AP/Majdi Mohammed Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í gærkvöldi þegar 39 konum og börnum var sleppt úr ísraelskum fangelsum. Það var gert í skiptum fyrir þrettán konur og börn sem vígamenn Hamas og Íslamsks jíhads héldu í gíslingu á Gasaströndinni. Ríkisstjórn Ísrael hafði skipað lögreglu að halda aftur af fagnaðarlátunum og beittu lögregluþjónar minnst einu sini táragasi gegn þvögunni. Fólkinu var sleppt fyrir utan Jerúsalem en mörg þeirra höfðu setið í fangelsi fyrir litlar sakir, eða jafnvel engar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar reyndi að ræða við hinn sautján ára gamla Jamal Brahma en hann var orðlaus. Hann hafði verið í haldi í sjö mánuði eftir að hafa verið handtekinn í Jericho á Vesturbakkanum í vor. Hann hefur þó hvorki verið ákærður né gengist réttarhöld. Fólkinu var sleppt á sama tíma og 24 gíslum var sleppt frá Gasaströndinni. Til stendur að halda frekari skipti seinnipartinn í dag. Sjá einnig: Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Eins og fram kemur í frétt Al Jazeera hafa Ísraelar samþykkt að sleppa 150 konum og börnum úr fangelsum sínum í skiptum fyrir að Hamas-liðar sleppi fimmtíu konum og börnum sem þeir handsömuðu þann 7. október. Yfirvöld í Ísrael hafa þó birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Mögulegt þykir að með þessu vilji Ísraelar lýsa yfir vilja til frekari fangaskipta, þar sem vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt yrði að halda því áfram efir fjóra daga, í skiptum fyrir það að Hamas sleppi tíu manns á dag. Þúsundir í haldi og margir án ákæru Af þessum þrjú hundruð eru 33 konur. Aðrir eru drengir, milli sextán og átján ára gamlir, en þar eru einnig allt að fjórtán ára ungir drengir. Flest börnin voru handtekinn á árunum 2021 til þessa árs. Al Jazeera segir marga á listanum hafa verið dæmda og fangelsaða fyrir að búa til eggvopn, ógna öryggi, fara inn í Ísrael án leyfis, kasta grjóti, styðja hryðjuverk eða fyrir að tengjast óvinveittum samtökum. Miðillinn segir að fyrir 7. október hafi um 5.200 Palestínumenn verið í haldi Ísraela en síðan þá hafi um þrjú þúsund verið handteknir til viðbótar. AP hefur eftir hjálparsamtökum að um 2.200 Palestínumenn séu í haldi án ákæru. Talið er að rúmlega 750 þúsund Palestínumenn hafi farið í gegnum fangelsiskerfi Ísrael frá 1967. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Ríkisstjórn Ísrael hafði skipað lögreglu að halda aftur af fagnaðarlátunum og beittu lögregluþjónar minnst einu sini táragasi gegn þvögunni. Fólkinu var sleppt fyrir utan Jerúsalem en mörg þeirra höfðu setið í fangelsi fyrir litlar sakir, eða jafnvel engar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar reyndi að ræða við hinn sautján ára gamla Jamal Brahma en hann var orðlaus. Hann hafði verið í haldi í sjö mánuði eftir að hafa verið handtekinn í Jericho á Vesturbakkanum í vor. Hann hefur þó hvorki verið ákærður né gengist réttarhöld. Fólkinu var sleppt á sama tíma og 24 gíslum var sleppt frá Gasaströndinni. Til stendur að halda frekari skipti seinnipartinn í dag. Sjá einnig: Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Eins og fram kemur í frétt Al Jazeera hafa Ísraelar samþykkt að sleppa 150 konum og börnum úr fangelsum sínum í skiptum fyrir að Hamas-liðar sleppi fimmtíu konum og börnum sem þeir handsömuðu þann 7. október. Yfirvöld í Ísrael hafa þó birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Mögulegt þykir að með þessu vilji Ísraelar lýsa yfir vilja til frekari fangaskipta, þar sem vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt yrði að halda því áfram efir fjóra daga, í skiptum fyrir það að Hamas sleppi tíu manns á dag. Þúsundir í haldi og margir án ákæru Af þessum þrjú hundruð eru 33 konur. Aðrir eru drengir, milli sextán og átján ára gamlir, en þar eru einnig allt að fjórtán ára ungir drengir. Flest börnin voru handtekinn á árunum 2021 til þessa árs. Al Jazeera segir marga á listanum hafa verið dæmda og fangelsaða fyrir að búa til eggvopn, ógna öryggi, fara inn í Ísrael án leyfis, kasta grjóti, styðja hryðjuverk eða fyrir að tengjast óvinveittum samtökum. Miðillinn segir að fyrir 7. október hafi um 5.200 Palestínumenn verið í haldi Ísraela en síðan þá hafi um þrjú þúsund verið handteknir til viðbótar. AP hefur eftir hjálparsamtökum að um 2.200 Palestínumenn séu í haldi án ákæru. Talið er að rúmlega 750 þúsund Palestínumenn hafi farið í gegnum fangelsiskerfi Ísrael frá 1967.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57