Spilar bara fyrir Elísabetu seinna í öðru liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 11:01 Katla Tryggvadóttir fagna hér marki með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslenska unglingalandsliðskonan Katla Tryggvadóttir tekur stórt skref í vetur en hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska fótboltaliðið Kristianstad. Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla
Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira