Fjórðu fangaskiptin afstaðin en útlit fyrir áframhaldandi átök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2023 06:47 Hamas-liðar slepptu í gær bræðrunum Tal Goldstein Almog, 9 ára, og Gal Goldstein Almog, 11 ára. AP/Ísraelsher Fjórðu fangaskipti Ísrael og Hamas hafa átt sér stað en Ísraelsmenn létu 33 Palestínumenn lausa í nótt, 30 börn og þrjár konur, gegn lausn ellefu Ísraelsmanna, níu barna og tveggja kvenna, sem voru teknir gíslingu í árásunum 7. október síðastliðinn. Tilkynnt var í gær að hið fjögurra daga hlé á átökum sem aðilar höfðu samið um yrði framlengt um tvo daga. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði Hamas hafa skuldbundið sig til að sleppa 20 konum og börnum til viðbótar. Skrifstofa Benjamin Netanyahu hefur ekki tjáð sig beint um framlengingu hlésins en greint frá því að 50 kvenkyns föngum hafi verið bætt á lista yfir þá sem Ísraelsmenn eru reiðubúnir til að láta lausa gegn lausn fleiri gísla. Framlenging hlésis kann að vera lítið meira en tímabundið logn á undan storminum en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, ávarpaði hermenn landsins í gær og sagði að þegar aðgerðir hæfust á ný yrðu þær afdráttarlausari en fyrr og myndu eiga sér stað á öllu Gasasvæðinu. Josep Borrell, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkismálum, hefur hvatt til þess að Ísraelsmenn láti af árásum sínum og sagt að það megi ekki láta Palestínumenn gjalda fyrir aðgerðir Hamas. „Það er ekkert vit í því að gefa fólki brauð sem verður svo drepið daginn eftir,“ sagði hann. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í þriðju heimsókn sína til Mið-Austurlanda frá því að átökin hófst. Hann mun heimsækja Ísrael, Vesturbakkann og Sameinuðu arabísku furstadæminn. Blinken er sagður munu tala fyrir aukinni neyðaraðstoð á Gasa, lausn gísla í haldi Hamas og hugmyndir Bandaríkjanna um framtíð Gasa ef Ísraelsmönnum tekst að útrýma Hamas. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Tilkynnt var í gær að hið fjögurra daga hlé á átökum sem aðilar höfðu samið um yrði framlengt um tvo daga. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði Hamas hafa skuldbundið sig til að sleppa 20 konum og börnum til viðbótar. Skrifstofa Benjamin Netanyahu hefur ekki tjáð sig beint um framlengingu hlésins en greint frá því að 50 kvenkyns föngum hafi verið bætt á lista yfir þá sem Ísraelsmenn eru reiðubúnir til að láta lausa gegn lausn fleiri gísla. Framlenging hlésis kann að vera lítið meira en tímabundið logn á undan storminum en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, ávarpaði hermenn landsins í gær og sagði að þegar aðgerðir hæfust á ný yrðu þær afdráttarlausari en fyrr og myndu eiga sér stað á öllu Gasasvæðinu. Josep Borrell, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkismálum, hefur hvatt til þess að Ísraelsmenn láti af árásum sínum og sagt að það megi ekki láta Palestínumenn gjalda fyrir aðgerðir Hamas. „Það er ekkert vit í því að gefa fólki brauð sem verður svo drepið daginn eftir,“ sagði hann. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í þriðju heimsókn sína til Mið-Austurlanda frá því að átökin hófst. Hann mun heimsækja Ísrael, Vesturbakkann og Sameinuðu arabísku furstadæminn. Blinken er sagður munu tala fyrir aukinni neyðaraðstoð á Gasa, lausn gísla í haldi Hamas og hugmyndir Bandaríkjanna um framtíð Gasa ef Ísraelsmönnum tekst að útrýma Hamas.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira