Sara Sigmunds komin alla leið til Ástralíu en getur ekki keppt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir verður að draga sig út úr mótinu sem hún var búin að ferðast hálfan hnöttinn til að keppa á. @sarasigmunds Ekkert verður að því að Sara Sigmundsdóttir keppi á Down Under Championship CrossFit mótinu í Ástralíu í byrjun næsta mánaðar. Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira