Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 10:16 Á myndinni eru Hörður Guðbrandsson, formaður VLFGRV til vinstri og Einar Hannes Harðarson formaður SVG til hægri. Samsett Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóðina bjóða Grindvíkingum verri kjör en bankar og íbúðalánasjóður. Vegna þess ætla þeir að hvetja til og mótmæla við skrifstofur stærstu lífeyrissjóða landsins „á meðan þeir ganga ekki í takti við fólkið sem greiðir í sjóðina“. Í sameiginlegri tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir að lífeyrissjóðirnir hafi boðið upp á frystingu lána sem sé úrræði sem éti upp eigið fé lántaka á meðan frystingunni stendur. Þeir segja stjórnendur fela sig bak við lagaumhverfi og að atvinnurekendur, sem sumir sitji í stjórnum þessara sjóða, berjist gegn því að sjóðirnir bjóði upp á sömu kjör og aðrar fjármálastofnanir. „Svo virðist sem um sé að ræða um 100 húsnæðislán sem Grindvíkingar hafa hjá lífeyrissjóðum landsins – lán þar sem ekkert er hægt að gefa eftir. Það sem veldur kannski mestum vonbrigðum er að grindvískir atvinnurekendur, sem margir hverjir eru stórir aðilar, virðast ekki vera reiðubúnir til að setja þrýsting um úrlausn mála á sitt fólk í stjórnum sjóðanna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að það fólk sem hafi tekið slík lán hjá lífeyrissjóðunum sé reitt og viti ekki hvernig það eigi að leysa úr stöðunni. „Í enn eitt skiptið sýna lífeyrissjóðirnir okkur, með háttalagi sínu, að þeir hugsa ekki um heildarhagsmuni heldur fyrst og fremst um skoðanir fyrirtækjaeigenda. Enn einu sinni renna þeir stoðum undir þá skoðun launafólks að þeim sé ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar. Atvinnurekendur þurfa að fara út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er auðvitað mikilvægt að hugsað sé um ávöxtun þessara sjóða, en einnig þarf að hugsa um samfélagslegt hlutverk þeirra,“ segir í bréfinu. Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05 Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58 Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóðina bjóða Grindvíkingum verri kjör en bankar og íbúðalánasjóður. Vegna þess ætla þeir að hvetja til og mótmæla við skrifstofur stærstu lífeyrissjóða landsins „á meðan þeir ganga ekki í takti við fólkið sem greiðir í sjóðina“. Í sameiginlegri tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir að lífeyrissjóðirnir hafi boðið upp á frystingu lána sem sé úrræði sem éti upp eigið fé lántaka á meðan frystingunni stendur. Þeir segja stjórnendur fela sig bak við lagaumhverfi og að atvinnurekendur, sem sumir sitji í stjórnum þessara sjóða, berjist gegn því að sjóðirnir bjóði upp á sömu kjör og aðrar fjármálastofnanir. „Svo virðist sem um sé að ræða um 100 húsnæðislán sem Grindvíkingar hafa hjá lífeyrissjóðum landsins – lán þar sem ekkert er hægt að gefa eftir. Það sem veldur kannski mestum vonbrigðum er að grindvískir atvinnurekendur, sem margir hverjir eru stórir aðilar, virðast ekki vera reiðubúnir til að setja þrýsting um úrlausn mála á sitt fólk í stjórnum sjóðanna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að það fólk sem hafi tekið slík lán hjá lífeyrissjóðunum sé reitt og viti ekki hvernig það eigi að leysa úr stöðunni. „Í enn eitt skiptið sýna lífeyrissjóðirnir okkur, með háttalagi sínu, að þeir hugsa ekki um heildarhagsmuni heldur fyrst og fremst um skoðanir fyrirtækjaeigenda. Enn einu sinni renna þeir stoðum undir þá skoðun launafólks að þeim sé ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar. Atvinnurekendur þurfa að fara út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er auðvitað mikilvægt að hugsað sé um ávöxtun þessara sjóða, en einnig þarf að hugsa um samfélagslegt hlutverk þeirra,“ segir í bréfinu.
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05 Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58 Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56
Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05
Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58
Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent