Komu Heimi á óvart í beinni í Bítinu Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka Getty Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karlaliðs Jamaíka í fótbolta, var komið skemmtilega á óvart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til viðtals frá Vestmannaeyjum. Umsjónarmenn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upphafi viðtalsins. „Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
„Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti