Eiginkona Budanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 12:11 Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR) hefur lengi þótt þyrnir í síðu Rússa. EPA/ROMAN PILIPEY Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum. Kyrylo Budanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Kyiv Post segir Budanov, sem er 37 ára gamall, hafa lifað af minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Í einu slíku slasaðist hann alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Budanov er eftirlýstur í Rússlandi fyrir hryðjuverk. Rússar hafa sakað hann um að bera ábyrgð á morðum á rússnesku fólki í Rússlandi. Sjálfur hefur Budanov heitið því opinberlega að hann muni halda áfram að bana Rússum, hvar sem er í heiminum, þar til Úkraína hefur borið sigur úr býtum. Talið banatilræði Úkraínski miðillinn Babel, sagði frá því í morgun að Budanova, sem er þrítug, hefði verið flutt á sjúkrahús með þungmálmaeitrun. Heimildarmenn miðilsins segja að líklega hafi verið banatilræði að ræða, þar sem reynt var að eitra fyrir tiltekinni manneskju. Ukrainska Pravda hefur eftir sínum heimildarmönnum að líklegast hafi verið eitrað fyrir Budanova í gegnum mat sem hún borðaði. Hún hefur búið með eiginmanni sínum á skrifstofum GUR í Kænugarði, samkvæmt því sem Budanov sagði nýlega í viðtali. Rússum hefur ekki verið kennt um hið meinta banatilræði og ekki liggur fyrir hvort það hafi beinst gegn Budanov. Kiyv Post segir eitrunina hafa verið staðfesta af heimildarmanni miðilsins innan GUR. Heimildarmaðurinn sagði Budanova hafa leitað fljótt til læknis, sem hafi hjálpað mjög. Budanova þykir ekki í lífshættu, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, en mun hafa verið lasin um nokkuð skeið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Kyrylo Budanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Kyiv Post segir Budanov, sem er 37 ára gamall, hafa lifað af minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Í einu slíku slasaðist hann alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Budanov er eftirlýstur í Rússlandi fyrir hryðjuverk. Rússar hafa sakað hann um að bera ábyrgð á morðum á rússnesku fólki í Rússlandi. Sjálfur hefur Budanov heitið því opinberlega að hann muni halda áfram að bana Rússum, hvar sem er í heiminum, þar til Úkraína hefur borið sigur úr býtum. Talið banatilræði Úkraínski miðillinn Babel, sagði frá því í morgun að Budanova, sem er þrítug, hefði verið flutt á sjúkrahús með þungmálmaeitrun. Heimildarmenn miðilsins segja að líklega hafi verið banatilræði að ræða, þar sem reynt var að eitra fyrir tiltekinni manneskju. Ukrainska Pravda hefur eftir sínum heimildarmönnum að líklegast hafi verið eitrað fyrir Budanova í gegnum mat sem hún borðaði. Hún hefur búið með eiginmanni sínum á skrifstofum GUR í Kænugarði, samkvæmt því sem Budanov sagði nýlega í viðtali. Rússum hefur ekki verið kennt um hið meinta banatilræði og ekki liggur fyrir hvort það hafi beinst gegn Budanov. Kiyv Post segir eitrunina hafa verið staðfesta af heimildarmanni miðilsins innan GUR. Heimildarmaðurinn sagði Budanova hafa leitað fljótt til læknis, sem hafi hjálpað mjög. Budanova þykir ekki í lífshættu, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, en mun hafa verið lasin um nokkuð skeið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42
Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04