„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 28. nóvember 2023 20:18 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34
Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent