Sjáðu vítið umdeilda í París, endurkomur Barca og Man. City og öll hin mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 08:31 Kylian Mbappe fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Paris Saint-Germain á móti Newcastle í París í gær. AP/Thibault Camus Átta leikir fóru fram í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Þetta var næstsíðasta umferð í riðlum E, F, G og H. Línurnar eru því farnar að skýrast en fjögur af sex sætum í sextán liða úrslitum er í hendi. Mesta dramatíkin var í París þar sem Newcastle var svo nálægt því að vinna útisigur á Paris Saint Germain. Alexander Isak hafði komið enska liðinu í 1-0 og þannig var staðan þar til langt inn í uppbótatíma þegar PSG fékk umdeilda vítaspyrnu. Kylian Mbappé jafnaði metin og tryggði sínu liði mikilvægt jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik PSG og Newcastle Borussia Dortmund tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum í sama riðli með 3-1 sigri á AC Milan en öll hin þrjú liðin, PSG, Newcastle og AC Milan, eiga möguleika á hinum sætinu í lokaumferðinni. Barcelona tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með endurkomusigri á Porto í hörkuleik. Porto komst yfir í leiknum en Joao Cancelo jafnaði metin og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Joao Félix í seinni hálfleiknum. Atlético Madrid og Lazio eru líka komin áfram í sextán liða úrslitin. Atlético vann 3-1 útisigur á Feyenoord en Lazio vann 2-0 heimasigur á Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Man. City og RB Leipzig Manchester City lenti 2-0 undir á móti RB Leipzig á heimavelli í úrslitaleik um sigur í riðlinum en Guardiola gerði nokkrar skiptingar í hálfleik og City tryggði sér 3-2 sigur með þremur mörkum í seinni hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Erling Haaland, Phil Foden og Julian Alvarez. Bæði liðin voru komin áfram fyrir leikinn en City hefur nú tryggt sér sigur í riðlinum líka. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum þessum átta leikjum. Klippa: Mörkin úr leik Barcelona og Porto Klippa: Mörkin úr leik Feyenoord og Atlético Madrid Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Celtic Klippa: Markið úr leik Shakhtar Donetsk og Royal Antwerp Klippa: Mörkin úr leik Young Boys og Rauðu Stjörnunnar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Þetta var næstsíðasta umferð í riðlum E, F, G og H. Línurnar eru því farnar að skýrast en fjögur af sex sætum í sextán liða úrslitum er í hendi. Mesta dramatíkin var í París þar sem Newcastle var svo nálægt því að vinna útisigur á Paris Saint Germain. Alexander Isak hafði komið enska liðinu í 1-0 og þannig var staðan þar til langt inn í uppbótatíma þegar PSG fékk umdeilda vítaspyrnu. Kylian Mbappé jafnaði metin og tryggði sínu liði mikilvægt jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik PSG og Newcastle Borussia Dortmund tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum í sama riðli með 3-1 sigri á AC Milan en öll hin þrjú liðin, PSG, Newcastle og AC Milan, eiga möguleika á hinum sætinu í lokaumferðinni. Barcelona tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með endurkomusigri á Porto í hörkuleik. Porto komst yfir í leiknum en Joao Cancelo jafnaði metin og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Joao Félix í seinni hálfleiknum. Atlético Madrid og Lazio eru líka komin áfram í sextán liða úrslitin. Atlético vann 3-1 útisigur á Feyenoord en Lazio vann 2-0 heimasigur á Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Man. City og RB Leipzig Manchester City lenti 2-0 undir á móti RB Leipzig á heimavelli í úrslitaleik um sigur í riðlinum en Guardiola gerði nokkrar skiptingar í hálfleik og City tryggði sér 3-2 sigur með þremur mörkum í seinni hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Erling Haaland, Phil Foden og Julian Alvarez. Bæði liðin voru komin áfram fyrir leikinn en City hefur nú tryggt sér sigur í riðlinum líka. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum þessum átta leikjum. Klippa: Mörkin úr leik Barcelona og Porto Klippa: Mörkin úr leik Feyenoord og Atlético Madrid Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Celtic Klippa: Markið úr leik Shakhtar Donetsk og Royal Antwerp Klippa: Mörkin úr leik Young Boys og Rauðu Stjörnunnar
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira