Sky Sports segir að VAR-dómararnir í París í gær hafi verið settir í skammarkrókinn eftir frammistöðu sína í gær en mikið gekk á undir lok leiksins.
PSG jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að boltinn fór í hendi Newcastle mannsins Tino Livramento. Pressan var mikla frá franska liðinu og þeir höfðu þarna margoft heimtað víti.
Pólverjinn Szymon Marciniak dæmdi ekki víti á vellinum í umræddu atviki en var kallaður í skjáinn af VAR-herberginu. Hann ákvað að dæma víti eftir að hafa skoðað atvikið aftur á skjánum.
Tomasz Kwiatkowski var yfirmaðurinn í VAR-herberginu og hann átti að starfa við leik Real Sociedad og Salzburg í kvöld. Honum hefur nú verið skipt út.
"IT'S A DISGUSTING DECISION"
— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 28, 2023
The Soccer Special panel react to a controversial PSG penalty pic.twitter.com/vD9RWTAf9A
Það vakti athygli að boltinn fór fyrst í búkinn á Livramento áður en hann skaust upp í hendina hans. Hingað til hefur það þótt útiloka það dæmt sé víti en svo var ekki í gær.
Leikmenn Newcastle voru skiljanlega mjög svekktir enda misstu þeir af gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá atvikið og mörkin úr leiknum.