Fjallagarpur í fremstu röð á köldum klaka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 12:30 Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli. RAX Bandaríski fjallagarpurinn og leiðsögumaðurinn Garrett Madison kíkti í kaffi til forseta Íslands og í skoðunarferð um íshellana í Kötlujökli í ferð sinni hingað til lands. Hann er á ferð og flugi með hjartalækninum Tómasi Guðbjartssyni. Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX
Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30