Piltar grunaðir um alvarlega hópárás í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 17:02 Árásin á að hafa átt sér stað í nágrenni við Elliðavatn. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar kynferðisbrot, líkamsárás, frelsissviptingu, og rán sem eiga að hafa átt sér stað í Kópavogi í ágúst á þessu ári. Þeir sem eru grunaðir í málinu eru ungir piltar eða menn og nokkrir talsins. Brotaþolinn er samkvæmt heimildum Vísis á sama aldri. Landsréttur úrskurðaði í málinu í gær, en í úrskurðinum kemur fram að þau brot sem eru til rannsóknar geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Með úrskurðinum fær lögregla heimild til að skoða síma konu sem tengist málinu, en þegar atvik málsins áttu sér stað var hún kærasta eins sakborningsins. Lögreglu grunar jafnframt að hún hafi sótt einn þeirra sem grunaður er í málinu. Landsréttur hefur gefið lögreglu heimild til að rannsaka síma konu sem var unnusta manns sem er grunaður í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kemur að konan hafi neitað að svara hvort raunin sé sú. Hún hafi ekki viljað tjá sig um mögulega aðild sína, hvar hún hafi verið og með hverjum þegar brotin áttu sér stað. Þá hafi hún neitað að segja til um hvort einn þeirra grunuðu hafi verið kærasti hennar. Lögreglan taldi mikilvægt að fá síma konunnar til að upplýsa um málið og komast að hlut hvers og eins í því. Samkvæmt heimildum Vísis fór myndband af árásinni í dreifingu. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi haft það í huga þegar það gerði kröfu um að komast í síma konunnar. Í úrskurðinum kemur fram að meint brot hafi átt sér stað í Kópavogi kvöldið fjórtánda ágúst. Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað í nágrenni við Elliðavatn Líkt og áður segir varðar málið kynferðisbrot, líkamsárás, frelsisviptingu og rán. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þeir sem eru grunaðir í málinu eru ungir piltar eða menn og nokkrir talsins. Brotaþolinn er samkvæmt heimildum Vísis á sama aldri. Landsréttur úrskurðaði í málinu í gær, en í úrskurðinum kemur fram að þau brot sem eru til rannsóknar geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Með úrskurðinum fær lögregla heimild til að skoða síma konu sem tengist málinu, en þegar atvik málsins áttu sér stað var hún kærasta eins sakborningsins. Lögreglu grunar jafnframt að hún hafi sótt einn þeirra sem grunaður er í málinu. Landsréttur hefur gefið lögreglu heimild til að rannsaka síma konu sem var unnusta manns sem er grunaður í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kemur að konan hafi neitað að svara hvort raunin sé sú. Hún hafi ekki viljað tjá sig um mögulega aðild sína, hvar hún hafi verið og með hverjum þegar brotin áttu sér stað. Þá hafi hún neitað að segja til um hvort einn þeirra grunuðu hafi verið kærasti hennar. Lögreglan taldi mikilvægt að fá síma konunnar til að upplýsa um málið og komast að hlut hvers og eins í því. Samkvæmt heimildum Vísis fór myndband af árásinni í dreifingu. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi haft það í huga þegar það gerði kröfu um að komast í síma konunnar. Í úrskurðinum kemur fram að meint brot hafi átt sér stað í Kópavogi kvöldið fjórtánda ágúst. Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað í nágrenni við Elliðavatn Líkt og áður segir varðar málið kynferðisbrot, líkamsárás, frelsisviptingu og rán. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira