Þýsk goðsgögn vill lækka Nagelsmann í tign Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 17:00 Julian Nagelsmann hefur ekki byrjað vel sem þjálfari þýska landsliðsins. Getty/Alexander Hassenstein Þýska fótboltalandsliðið er ekki að spila vel og ekki að byrja vel undir stjórn Julian Nagelsmann. Berti Vogts er með lausnina og er hún heldur róttæk. Hann segir að þjálfarinn ætti að vera aðstoðarþjálfari liðsins á komandi Evrópumóti. Vogts vann ekki aðeins titla með þýska landsliðinu sem leikmaður heldur gerði hann þýska landsliðið að Evrópumeisturum á EM í Englandi árið 1996. Hann hefur því sterka rödd. Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september eftir að Hansi Flick var látinn taka pokann sinn. Harte Forderung von Berti #Vogts: #Nagelsmann soll Völlers Co-Trainer werdenhttps://t.co/HXOGQn83o5— BILD Sport (@BILD_Sport) November 29, 2023 Hinn 36 ára gamli Nagelsmann náði ekki að kveikja í liðinu sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjunum undir hans stjórn. Tveir síðustu leikir hafa tapast. Áður en Nagelsmann tók við liðinu þá stýrði Rudi Völler þýska landsliðinu til 2-1 sigurs á Frökkum. Vogts vill leita til hans. „Rudi Völler á að vera landsliðsþjálfari og Julian Nagelsmann ætti að vera aðstoðarmaður hans. Að mínu mati þá er það rétta leiðin ef við ætlum að ná árangri á Evrópumótinu,“ sagði Berti Vogts við Bild. Það er auðvitað mikið undir fyrir Þjóðverja næsta sumar enda fer Evrópukeppnin fram á þeirra heimavelli. „Besta frammistaða liðsins í mörg ár kom undir stjórn Rudi á móti Frökkum. Hann hefur mikla þekkingu og miklu meiri reynslu en Nagelsmann,“ sagði Vogts. Völler var landsliðsþjálfari Þýskalands frá 2000 til 2004. Hann kom liðinu í úrslitaleik á HM 2002 en hætti eftir að liðið komst ekki upp úr riðlinum í úrslitakeppni EM 2004. EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Vogts vann ekki aðeins titla með þýska landsliðinu sem leikmaður heldur gerði hann þýska landsliðið að Evrópumeisturum á EM í Englandi árið 1996. Hann hefur því sterka rödd. Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september eftir að Hansi Flick var látinn taka pokann sinn. Harte Forderung von Berti #Vogts: #Nagelsmann soll Völlers Co-Trainer werdenhttps://t.co/HXOGQn83o5— BILD Sport (@BILD_Sport) November 29, 2023 Hinn 36 ára gamli Nagelsmann náði ekki að kveikja í liðinu sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjunum undir hans stjórn. Tveir síðustu leikir hafa tapast. Áður en Nagelsmann tók við liðinu þá stýrði Rudi Völler þýska landsliðinu til 2-1 sigurs á Frökkum. Vogts vill leita til hans. „Rudi Völler á að vera landsliðsþjálfari og Julian Nagelsmann ætti að vera aðstoðarmaður hans. Að mínu mati þá er það rétta leiðin ef við ætlum að ná árangri á Evrópumótinu,“ sagði Berti Vogts við Bild. Það er auðvitað mikið undir fyrir Þjóðverja næsta sumar enda fer Evrópukeppnin fram á þeirra heimavelli. „Besta frammistaða liðsins í mörg ár kom undir stjórn Rudi á móti Frökkum. Hann hefur mikla þekkingu og miklu meiri reynslu en Nagelsmann,“ sagði Vogts. Völler var landsliðsþjálfari Þýskalands frá 2000 til 2004. Hann kom liðinu í úrslitaleik á HM 2002 en hætti eftir að liðið komst ekki upp úr riðlinum í úrslitakeppni EM 2004.
EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira