Fá að spila áfram þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot eða heimilisofbeldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 09:47 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið sakaðir um kynferðisbrot en fengið samt að spila áfram. Getty/Catherine Ivill Lið í ensku úrvalsdeildinni hafa haldið áfram að spila leikmönnum vitandi það að þeir hafa fengið á sig ásakanir um kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Tveir leikmenn í deildinni eru að spila í deildinni í dag þrátt fyrir að lögreglan sé að rannsaka ásakanir á hendur þeim. Breska ríkisútvarpið fjallar um þetta mál á vef sínum og þar kemur fram að meintir þolendur leikmannanna segi að enska úrvalsdeildin setji hagsmuni deildarinnar ofar öryggi kvennanna. Blaðakonan Hannah Price hefur eytt meira en ári í að safna að sér upplýsingum um þetta mál. For over a year I ve been investigating abuse allegations within the Premier League. Clubs have continued to play two footballers, and kept a boss in post, while knowing they re under police investigation. Alleged victims describe a culture of fear https://t.co/BHB4AKPYbS— Hannah Price (@HannahPrice___) November 30, 2023 Þessar konur sem Price ræddi við lýsa líka ótta vegna viðbragða við því að koma fram og segja frá. Blaðamenn breska ríkisútvarpsins hefur komist að því að sjö af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið með leikmann eða stjóra sem hefur verið undir rannsókn vegna kynferðisbrota. Frægð leikmanna hefur kallað á þá kröfu að leikmenn megi ekki spila á meðan mál þeirra hafa ekki verið rannsökuð að fullu. Sumar konurnar hafa látið bæði ensku knattspyrnusambandið og ensku úrvalsdeildina vita en hafi á móti upplifað þöggun, sein svör, skort á gegnsæi eða bara engin viðbrögð. Ein kona sagði BBC frá því að skortur á viðbrögðum frá sambandinu, þegar hún tilkynnti að sér hafi verið nauðgað af leikmanni, hafi leitt til ákvörðun hennar að reyna að taka sitt eigið líf. „Ég vildi ekki vera hluti af heimi þar sem ég var stöðugt minnt á það að engin hlusti á ásakanir um nauðgun ef sökudólgurinn er bara nógu hæfileikaríkur,“ sagði umrædd kona. Það má lesa umfjöllun breska ríkisútvarpsins með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Tveir leikmenn í deildinni eru að spila í deildinni í dag þrátt fyrir að lögreglan sé að rannsaka ásakanir á hendur þeim. Breska ríkisútvarpið fjallar um þetta mál á vef sínum og þar kemur fram að meintir þolendur leikmannanna segi að enska úrvalsdeildin setji hagsmuni deildarinnar ofar öryggi kvennanna. Blaðakonan Hannah Price hefur eytt meira en ári í að safna að sér upplýsingum um þetta mál. For over a year I ve been investigating abuse allegations within the Premier League. Clubs have continued to play two footballers, and kept a boss in post, while knowing they re under police investigation. Alleged victims describe a culture of fear https://t.co/BHB4AKPYbS— Hannah Price (@HannahPrice___) November 30, 2023 Þessar konur sem Price ræddi við lýsa líka ótta vegna viðbragða við því að koma fram og segja frá. Blaðamenn breska ríkisútvarpsins hefur komist að því að sjö af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið með leikmann eða stjóra sem hefur verið undir rannsókn vegna kynferðisbrota. Frægð leikmanna hefur kallað á þá kröfu að leikmenn megi ekki spila á meðan mál þeirra hafa ekki verið rannsökuð að fullu. Sumar konurnar hafa látið bæði ensku knattspyrnusambandið og ensku úrvalsdeildina vita en hafi á móti upplifað þöggun, sein svör, skort á gegnsæi eða bara engin viðbrögð. Ein kona sagði BBC frá því að skortur á viðbrögðum frá sambandinu, þegar hún tilkynnti að sér hafi verið nauðgað af leikmanni, hafi leitt til ákvörðun hennar að reyna að taka sitt eigið líf. „Ég vildi ekki vera hluti af heimi þar sem ég var stöðugt minnt á það að engin hlusti á ásakanir um nauðgun ef sökudólgurinn er bara nógu hæfileikaríkur,“ sagði umrædd kona. Það má lesa umfjöllun breska ríkisútvarpsins með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira