Banna réttindabaráttu hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 17:09 Frá Pétursborg árið 2013. Réttindi hinsegin fólks hafa dregist mjög saman í Rússlandi á undanförnum árum. AP Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi. Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna. Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna.
Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira