Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 23:08 Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi Verslunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Innherji fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms í dag. Í tilkynningu á vef sjóðsins segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að mæta hækkandi lífaldri sjóðfélaga, þar sem spáð sé að ævi yngri sjóðfélaga lengist meira en þeirra sem eldri eru. Þessi spá byggi á lífslíkutöflum sem gefnar eru út af Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingarnar vandlega undirbúnar Samþykktabreytingarnar hafi verið vandlega undirbúnar af stjórnendum og stjórn LV í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins og lögmannsstofur, sem og með samtali við stjórnvöld. Breytingarnar hafi verið samþykktar af stjórn og í framhaldi af því af fulltrúaráði LV á ársfundi í mars árið 2022 og svo hlotið samþykki fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi af því. Fleiri sjóðir fóru sömu leið Stjórn LV muni nú yfirfara dóminn og taka ákvörðun um næstu skref. Í ljósi rýni sjóðsins með fjölda ráðgjafa sem og staðfestingar ráðuneytisins á samþykktabreytingunum sé viðbúið að horft verði til þess að áfrýja dómnum og óska eftir flýtimeðferð. Fyrir liggi að meirihluti lífeyrissjóðakerfisins hafi farið áþekka leið varðandi aldursháða lækkun áunninna réttinda vegna hækkandi lífaldurs. „Því er mikilvægt fyrir alla sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild sinni að lyktir þess byggi á traustum grunni.“ Bein áhrif dómsins á réttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga muni ráðast af endanlegri niðurstöðu dómstóla. Lífeyrissjóðurinn muni innan tíðar veita nánari upplýsingar um næstu skref. Lífeyrissjóðir Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Innherji fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms í dag. Í tilkynningu á vef sjóðsins segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að mæta hækkandi lífaldri sjóðfélaga, þar sem spáð sé að ævi yngri sjóðfélaga lengist meira en þeirra sem eldri eru. Þessi spá byggi á lífslíkutöflum sem gefnar eru út af Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingarnar vandlega undirbúnar Samþykktabreytingarnar hafi verið vandlega undirbúnar af stjórnendum og stjórn LV í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins og lögmannsstofur, sem og með samtali við stjórnvöld. Breytingarnar hafi verið samþykktar af stjórn og í framhaldi af því af fulltrúaráði LV á ársfundi í mars árið 2022 og svo hlotið samþykki fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi af því. Fleiri sjóðir fóru sömu leið Stjórn LV muni nú yfirfara dóminn og taka ákvörðun um næstu skref. Í ljósi rýni sjóðsins með fjölda ráðgjafa sem og staðfestingar ráðuneytisins á samþykktabreytingunum sé viðbúið að horft verði til þess að áfrýja dómnum og óska eftir flýtimeðferð. Fyrir liggi að meirihluti lífeyrissjóðakerfisins hafi farið áþekka leið varðandi aldursháða lækkun áunninna réttinda vegna hækkandi lífaldurs. „Því er mikilvægt fyrir alla sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild sinni að lyktir þess byggi á traustum grunni.“ Bein áhrif dómsins á réttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga muni ráðast af endanlegri niðurstöðu dómstóla. Lífeyrissjóðurinn muni innan tíðar veita nánari upplýsingar um næstu skref.
Lífeyrissjóðir Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira