Lofsamar Katrínu Tönju og setur aðeins eina fyrir ofan hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur haldið sig við toppinn í sinni íþrótt síðan hún varð heimsmeistari tvö ár í röð. @katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ekki orðið heimsmeistari í sjö ár en hún hefur samt verið í heimklassa allan þennan tíma. Austin Heaton hjá Morning Chalk tók okkar konu fyrir og fór yfir magnaðan stöðugleika íslensku CrossFit drottningarinnar. Katrín Tanja náði sjöunda sætinu á heimsleikunum í haust eftir að hafa misst af heimsleikunum árið á undan. Það var mikil áfall fyrir okkar konu en hún kom sterk til baka og kom sér enn á ný í hóp þeirra bestu á heimsmeistaramótinu í ár. Það er vissulega ástæða til að hrósa okkar konu fyrir að halda sér meðal þeirra bestu í heimi í svo langan tíma og þegar samkeppnin verður alltaf meiri og meiri. Samantekt Heaton á því fullan rétt á sér og er mikið hrós fyrir okkar konu. Katrín varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016. Hún komst líka á verðlaunapallinn á heimsleikunum 2018 (3. sæti) og 2020 (2. sæti) og hefur því unnið fern verðlaun á heimsleikum. Katrín hélt sér meðal þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum frá 2015 til 2020 en það ótrúlega gengi endaði þegar hún varð tíunda á heimsleikunum 2021. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Katrín var ótrúlega nálægt því að tyggja sér sæti á heimsleikunum 2022 en rétt misst af því á lokamótinu. Þeir sem þekkja til hennar vita að hún er oftast öflugust á úrslitastundu og í maður á mann keppni. Það hefur hún sýnt og sannað margoft enda erfitt að finna meiri keppnismanneskju. Í ár keppti hún Norður-Ameríkumegin en ekki í Evrópu. Katrín er að vinna að því að verða bandarískur ríkisborgari en hún býr nú með kærasta sínum í Idaho. Hún varð þriðja inn á heimsleikana úr vesturhluta Norður Ameríku. Heaton lofsamar stöðugleika okkar konu sem hann segir þann næstbesta hjá CrosssFit konu undanfarin áratug á eftir sexfalda heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey-Orr. Toomey-Orr varð í öðru sæti bæði árin sem Katrín varð heimsmeistari en vann síðan næstu sex ár í röð, 2017-2022, sem er met. Toomey var ekki með í ár þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí. Það á því engin möguleika á því að taka fyrsta sætið af henni. Ungverjinn Laura Horvath tryggði sér heimsmeistaratitilinn í haust og varð þar með sú fyrsta síðan 2015, sem ekki heitir Katrín Tanja eða Tia Clair, til að vinna heimsmeistaratitilinn. Grein Heaton má finna hér en hún er reyndar á bak við læstan vegg Morning Chalk up vefsins. Aðeins áskrifendur geta því lesið samantekt hans. CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Sjá meira
Katrín Tanja náði sjöunda sætinu á heimsleikunum í haust eftir að hafa misst af heimsleikunum árið á undan. Það var mikil áfall fyrir okkar konu en hún kom sterk til baka og kom sér enn á ný í hóp þeirra bestu á heimsmeistaramótinu í ár. Það er vissulega ástæða til að hrósa okkar konu fyrir að halda sér meðal þeirra bestu í heimi í svo langan tíma og þegar samkeppnin verður alltaf meiri og meiri. Samantekt Heaton á því fullan rétt á sér og er mikið hrós fyrir okkar konu. Katrín varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016. Hún komst líka á verðlaunapallinn á heimsleikunum 2018 (3. sæti) og 2020 (2. sæti) og hefur því unnið fern verðlaun á heimsleikum. Katrín hélt sér meðal þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum frá 2015 til 2020 en það ótrúlega gengi endaði þegar hún varð tíunda á heimsleikunum 2021. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Katrín var ótrúlega nálægt því að tyggja sér sæti á heimsleikunum 2022 en rétt misst af því á lokamótinu. Þeir sem þekkja til hennar vita að hún er oftast öflugust á úrslitastundu og í maður á mann keppni. Það hefur hún sýnt og sannað margoft enda erfitt að finna meiri keppnismanneskju. Í ár keppti hún Norður-Ameríkumegin en ekki í Evrópu. Katrín er að vinna að því að verða bandarískur ríkisborgari en hún býr nú með kærasta sínum í Idaho. Hún varð þriðja inn á heimsleikana úr vesturhluta Norður Ameríku. Heaton lofsamar stöðugleika okkar konu sem hann segir þann næstbesta hjá CrosssFit konu undanfarin áratug á eftir sexfalda heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey-Orr. Toomey-Orr varð í öðru sæti bæði árin sem Katrín varð heimsmeistari en vann síðan næstu sex ár í röð, 2017-2022, sem er met. Toomey var ekki með í ár þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí. Það á því engin möguleika á því að taka fyrsta sætið af henni. Ungverjinn Laura Horvath tryggði sér heimsmeistaratitilinn í haust og varð þar með sú fyrsta síðan 2015, sem ekki heitir Katrín Tanja eða Tia Clair, til að vinna heimsmeistaratitilinn. Grein Heaton má finna hér en hún er reyndar á bak við læstan vegg Morning Chalk up vefsins. Aðeins áskrifendur geta því lesið samantekt hans.
CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Sjá meira