Stóru dagarnir sem breyttu Garðabæ í körfuboltabæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 13:01 Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni. Hér lyfir hann bikarnum með Kjartani Atla Kjartanssyni, núverandi þjálfara Álftanesliðsins. Mynd/Daníel Garðabær á heldur betur sviðið í kvöld þegar fyrsta grannaglíma Garðabæjar í sögunni fer fram í Umhyggjuhyggjuhöllinni. Það er von á fullt af fólki og flottum leik þegar Stjarnan tekur á móti Álftanesi í lokaleik níundu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta. Garðabær verður aðeins þriðji bærinn í sögu íslenska körfuboltans sem fær bæjarslag í efstu deild á eftir Reykjavík og Reykjanesbæ. Leikur Stjörnunnar og Álftaness hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Garðabær var mikill handboltabær á síðustu öld og fram á þessa en lítið fór fyrir körfuboltanum. Körfuboltinn hefur vaxið og dafnað í bænum síðustu tvo áratugi og nú er svo komið að bærinn á fleiri körfuboltalið í efstu deild heldur en Reykjavík. Dúi Þór Jónsson hefur bæði spilað með Stjörnunni og Álftanesi í efstu deild.Vísir/Hulda Margrét Það hafa verið margar stórar stundir síðustu ár þar sem nýr kafli hefur margoft verið skrifaður. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stóru dagana sem gerðu Garðabæ að þessum mikla körfuboltabæ. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanesliðsins, hefur tekið þátt í mörgum af þessum stóru stundum í körfuboltasögu Garðabæjar, bæði sem leikmaður og þjálfari og bæði hjá Stjörnunni og úti á Álftanesi. Dagarnir sem gerðu handboltabæinn Garðabæ að körfuboltabæ: 21. mars 2001 Stjarnan tryggir sig upp í úrvalsdeild karla í fyrsta sinn með 97-85 sigri á Þór í Þorlákshöfn í úrslitakeppni 1. deildarinnar. Eiríkur Sigurðsson skoraði 27 stig í leiknum en Jón Ólafur Jónsson var með 17 stig. Hinn 39 ára gamli Jón Kr. Gíslason var með 7 stig og 5 stoðsendingar í leiknum en þetta var ein af mörgum leiðum hans til að hjálpa við uppkomu körfuboltans í Garðabæ. Synir hans átti allir eftir að spila fyrir Stjörnuna og einn þeirra spilar með Álftanesi í dag. 12. október 2007 Stjarnan tapaði öllum 22 leikjunum á sínu fyrsta tímabili sínu í efstu deild 2001-02 og komst ekki aftur upp fyrr en vorið 2007. Fyrsti sigur félagsins í úrvalsdeild karla kom strax í fyrstu umferð á móti Skallagrími sem Stjörnuliðið vann 85-72. Dimitar Karadzovski var stigahæstur með 22 stig en Kjartan Atli Kjartansson, núverandi þjálfari Álftanessliðsins, var með fimm þrista og 17 stig í leiknum. Kjartan Atli Kjartansson fagnar með félögum sínum í Stjörnunni eftir að bikarinn var í húsi.Mynd/Daníel 18. desember 2008 Teitur Örlygsson samþykkir að taka við þjálfun Stjörnunnar rétt fyrir jól. Hann horfði á fyrsta leikinn þar sem fyrrnefndur Jón Kr. Gíslason stýrði Stjörnuliðinu til sigurs. Stjarnan hafði tapað 8 af fyrstu 10 leikjum sínum undir stjórn Braga Magnússonar sem var látinn fara eftir þá erfiðu byrjun. Teitur átti eftir að þjálfa Stjörnuna til ársins 2014 og á meðan voru skrifaðir margir nýir kaflar í sögu félagsins. Teitur Örlygsson fagnar sigri á KR en þessi mynd birtist á forsíðu Fréttablaðsins.timarit.is/Fréttablaðið 15. febrúar 2009 Teitur Örlygsson var búinn að vinna sinn fyrsta titil með Stjörnunni réttum rúmum tveimur mánuðum eftir að hann tók við. Þetta var líka fyrsti titill Stjörnunnar í körfubolta. Stjarnan kom þarna öllum á óvart og vann stórstjörnulið KR 78-76 í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson höfðu komið heim í KR og liðið var þarna á toppi deildarinnar. Stjörnumenn gerðu hið ómögulega þar sem Jovan Zdravevski var með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og Justin Shouse bætti við 22 stigum, 8 fráköstum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli var með þrjá þrista og 11 stig í leiknum og Fannar Freyr Helgason tók 19 fráköst á móti aðeins 2 hjá nafna sínum Ólafssyni í KR-liðinu. 16. mars 2009 Stjörnumenn komust í úrslitakeppnina í fyrsta sinn og mættu Snæfelli í átta liða úrslitum. Stjarnan vann heimaleikinn 99-79 sem var jafnframt fyrsti heimaleikur félagsins í sögu úrslitakeppninnar. Snæfell vann hins vegar báða leikina í Stykkishólmi og komst áfram. Justin Shouse var með 28 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrsta sigrinum og Jovan Zdravevski skoraði 25 stig. 23. mars 2011 Stjarnan vann sitt fyrsta einvígi í úrslitakeppni eftir 69-66 sigur í oddaleik í Grindavík. Kjartan Atli Kjartansson skoraði risastóra þriggja stiga körfu á lokamínútum leiksins sem kom Stjörnunni endanlega yfir. Justin Shouse var atkvæðamestur með 21 stig og 8 stoðsendingar, Renato Lindmets skoraði 18 stig og Kjartan Atli var með 11 stig. Stjörnumenn fagna sigri á Snæfelli vorið 2011 en þessi umfjöllin birtist á síðum Morgunblaðsins.timarit.is/Morgunblaðið 31. mars 2011 Aðeins átta dögum eftir sigurinn í fyrsta einvíginu tryggðu Stjörnumenn sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta sinn með 105-88 sigur á Snæfelli í Hólminum. Stjarnan vann alla þrjá leikina í einvíginu. Jovan Zdravevski var með 25 stig í lokaleiknum og Renato Lindmets skoraði 22 stig. 14. apríl 2011 Stjarnan hélt áfram að skrifa söguna þótt að Íslandsmeistaratitilinn hafi ekki komið í hús. Stjarnan vann sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitunum sem var leikur tvö í einvíginu á móti KR sem Stjarnan vann 107-105. KR vann alla hina þrjá leikina og vann titilinn. Stjörnumönnum hafði hins vegar tekist að vinna sinn fyrsta heimaleik í átta liða úrslitum (2009), undanúrslitum (2011) og lokaúrslitum (2011). Justin Shouse og Dagur Kár Jónsson fagna hér einum af sex bikarmeistaratitlum félagsins á síðustu þrettán árum.Mynd/Daníel 25. apríl 2013 Dagur sem Stjörnumenn ætluðu að verða Íslandsmeistarar eftir að hafa komist 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Grindavík og fengið fjórða leikinn á heimavelli. Grindvíkingar eyðilögðu partýið, unnu 88-82, og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik í Grindavík. Stjörnumenn komu stjarfir inn í leikinn í spennuþrungnu umhverfi í Garðabænum og töpuðu fyrri hálfleiknum með fjórtán stigum. Þeir hafa aldrei komist nær Íslandsmeistaratitlinum síðan. 14. mars 2019 Stjörnumenn urðu deildarmeistarar tvö tímabil í röð og höfðu því heimavallarréttinn út úrslitakeppnina. Liðinu tókst þó ekki að nýta sér fyrra árið þegar Garðbæingar duttu út í oddaleik á heimavelli í undanúrslitum 2019 og árið eftir fór engin úrslitakeppni fram vegna kórónuveirufaraldursins. 14. mars 2019 var fyrri deildarmeistaratitilinn í höfn og sá fyrsti af þeirri gerð sem endar í Garðabænum. Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni með deildarmeistaratitilinn 2019.Vísir/Bára 16. apríl 2019 Álftnesingar tryggðu sér sæti í 1. deild karla eftir 123-110 sigur á ÍA. Kjartan Atli, núverandi þjálfari liðsins, skoraði 25 stig og 5 þrista í leiknum en stigahæstur var Þorgeir Kristinn Blöndal með 26 stig. Álftnesingar höfðu þar með farið upp um tvær deildir á tveimur árum eftir að hafa verið í 3. deildinni veturinn 2017-18. 19. mars 2022 Stjarnan varð bikarmeistari í sjötta sinn á þrettán árum með 93-85 sigri á Þór í Smáranum. Stjörnumenn höfðu unnið bikarinn ofar en öll önnur lið á nýrri öld. Robert Turner III skoraði 31 stig í bikarúrslitaleiknum og David Gabrovsek var með 29 stig af bekknum. Álftanesingar fagna úrvalsdeildarsætinu.Vísir/Hulda Margrét 13. mars 2023 Álftanes tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn með þrettán stiga sigri á Skallagrími, 96-83, í Forsetahöllinni. Srdan Stojanovic skoraði 28 stig í leiknum og Dúi Þór Jónsson var með 20 stig og 11 stoðsendingar. Þjálfarinn Kjartan Atli hafði þar með farið upp með báðum félögunum í Garðabænum. 12. október 2023 Álftanes spilar sinn fyrsta leik í efstu deild 8. október en tapaði þar 65-70 á móti Íslandsmeisturum Tindastóls. Fyrsti sigurinn kom í höfn fjórum dögum síðar þegar Álftanes vann 86-79 sigur á Grindavík í Forsetahöllinni. Álftanes hefur spilað frábærlega það sem af er tímabili.Vísir/Anton Brink 1. desember 2023 Stjarnan og Álftanes mætast í fyrsta skiptið í efstu deild karla í körfubolta. Stjarnan tekur á móti nágrönnum sínum í Umhyggjuhöllinni en bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað þremur í fyrstu átta umferðunum og gætu því varla verið jafnari. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands hefur komið á marga leiki Álftanesliðsins.Álftanes körfubolti Subway-deild karla Garðabær Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Garðabær verður aðeins þriðji bærinn í sögu íslenska körfuboltans sem fær bæjarslag í efstu deild á eftir Reykjavík og Reykjanesbæ. Leikur Stjörnunnar og Álftaness hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Garðabær var mikill handboltabær á síðustu öld og fram á þessa en lítið fór fyrir körfuboltanum. Körfuboltinn hefur vaxið og dafnað í bænum síðustu tvo áratugi og nú er svo komið að bærinn á fleiri körfuboltalið í efstu deild heldur en Reykjavík. Dúi Þór Jónsson hefur bæði spilað með Stjörnunni og Álftanesi í efstu deild.Vísir/Hulda Margrét Það hafa verið margar stórar stundir síðustu ár þar sem nýr kafli hefur margoft verið skrifaður. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stóru dagana sem gerðu Garðabæ að þessum mikla körfuboltabæ. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanesliðsins, hefur tekið þátt í mörgum af þessum stóru stundum í körfuboltasögu Garðabæjar, bæði sem leikmaður og þjálfari og bæði hjá Stjörnunni og úti á Álftanesi. Dagarnir sem gerðu handboltabæinn Garðabæ að körfuboltabæ: 21. mars 2001 Stjarnan tryggir sig upp í úrvalsdeild karla í fyrsta sinn með 97-85 sigri á Þór í Þorlákshöfn í úrslitakeppni 1. deildarinnar. Eiríkur Sigurðsson skoraði 27 stig í leiknum en Jón Ólafur Jónsson var með 17 stig. Hinn 39 ára gamli Jón Kr. Gíslason var með 7 stig og 5 stoðsendingar í leiknum en þetta var ein af mörgum leiðum hans til að hjálpa við uppkomu körfuboltans í Garðabæ. Synir hans átti allir eftir að spila fyrir Stjörnuna og einn þeirra spilar með Álftanesi í dag. 12. október 2007 Stjarnan tapaði öllum 22 leikjunum á sínu fyrsta tímabili sínu í efstu deild 2001-02 og komst ekki aftur upp fyrr en vorið 2007. Fyrsti sigur félagsins í úrvalsdeild karla kom strax í fyrstu umferð á móti Skallagrími sem Stjörnuliðið vann 85-72. Dimitar Karadzovski var stigahæstur með 22 stig en Kjartan Atli Kjartansson, núverandi þjálfari Álftanessliðsins, var með fimm þrista og 17 stig í leiknum. Kjartan Atli Kjartansson fagnar með félögum sínum í Stjörnunni eftir að bikarinn var í húsi.Mynd/Daníel 18. desember 2008 Teitur Örlygsson samþykkir að taka við þjálfun Stjörnunnar rétt fyrir jól. Hann horfði á fyrsta leikinn þar sem fyrrnefndur Jón Kr. Gíslason stýrði Stjörnuliðinu til sigurs. Stjarnan hafði tapað 8 af fyrstu 10 leikjum sínum undir stjórn Braga Magnússonar sem var látinn fara eftir þá erfiðu byrjun. Teitur átti eftir að þjálfa Stjörnuna til ársins 2014 og á meðan voru skrifaðir margir nýir kaflar í sögu félagsins. Teitur Örlygsson fagnar sigri á KR en þessi mynd birtist á forsíðu Fréttablaðsins.timarit.is/Fréttablaðið 15. febrúar 2009 Teitur Örlygsson var búinn að vinna sinn fyrsta titil með Stjörnunni réttum rúmum tveimur mánuðum eftir að hann tók við. Þetta var líka fyrsti titill Stjörnunnar í körfubolta. Stjarnan kom þarna öllum á óvart og vann stórstjörnulið KR 78-76 í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson höfðu komið heim í KR og liðið var þarna á toppi deildarinnar. Stjörnumenn gerðu hið ómögulega þar sem Jovan Zdravevski var með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og Justin Shouse bætti við 22 stigum, 8 fráköstum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli var með þrjá þrista og 11 stig í leiknum og Fannar Freyr Helgason tók 19 fráköst á móti aðeins 2 hjá nafna sínum Ólafssyni í KR-liðinu. 16. mars 2009 Stjörnumenn komust í úrslitakeppnina í fyrsta sinn og mættu Snæfelli í átta liða úrslitum. Stjarnan vann heimaleikinn 99-79 sem var jafnframt fyrsti heimaleikur félagsins í sögu úrslitakeppninnar. Snæfell vann hins vegar báða leikina í Stykkishólmi og komst áfram. Justin Shouse var með 28 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrsta sigrinum og Jovan Zdravevski skoraði 25 stig. 23. mars 2011 Stjarnan vann sitt fyrsta einvígi í úrslitakeppni eftir 69-66 sigur í oddaleik í Grindavík. Kjartan Atli Kjartansson skoraði risastóra þriggja stiga körfu á lokamínútum leiksins sem kom Stjörnunni endanlega yfir. Justin Shouse var atkvæðamestur með 21 stig og 8 stoðsendingar, Renato Lindmets skoraði 18 stig og Kjartan Atli var með 11 stig. Stjörnumenn fagna sigri á Snæfelli vorið 2011 en þessi umfjöllin birtist á síðum Morgunblaðsins.timarit.is/Morgunblaðið 31. mars 2011 Aðeins átta dögum eftir sigurinn í fyrsta einvíginu tryggðu Stjörnumenn sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta sinn með 105-88 sigur á Snæfelli í Hólminum. Stjarnan vann alla þrjá leikina í einvíginu. Jovan Zdravevski var með 25 stig í lokaleiknum og Renato Lindmets skoraði 22 stig. 14. apríl 2011 Stjarnan hélt áfram að skrifa söguna þótt að Íslandsmeistaratitilinn hafi ekki komið í hús. Stjarnan vann sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitunum sem var leikur tvö í einvíginu á móti KR sem Stjarnan vann 107-105. KR vann alla hina þrjá leikina og vann titilinn. Stjörnumönnum hafði hins vegar tekist að vinna sinn fyrsta heimaleik í átta liða úrslitum (2009), undanúrslitum (2011) og lokaúrslitum (2011). Justin Shouse og Dagur Kár Jónsson fagna hér einum af sex bikarmeistaratitlum félagsins á síðustu þrettán árum.Mynd/Daníel 25. apríl 2013 Dagur sem Stjörnumenn ætluðu að verða Íslandsmeistarar eftir að hafa komist 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Grindavík og fengið fjórða leikinn á heimavelli. Grindvíkingar eyðilögðu partýið, unnu 88-82, og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik í Grindavík. Stjörnumenn komu stjarfir inn í leikinn í spennuþrungnu umhverfi í Garðabænum og töpuðu fyrri hálfleiknum með fjórtán stigum. Þeir hafa aldrei komist nær Íslandsmeistaratitlinum síðan. 14. mars 2019 Stjörnumenn urðu deildarmeistarar tvö tímabil í röð og höfðu því heimavallarréttinn út úrslitakeppnina. Liðinu tókst þó ekki að nýta sér fyrra árið þegar Garðbæingar duttu út í oddaleik á heimavelli í undanúrslitum 2019 og árið eftir fór engin úrslitakeppni fram vegna kórónuveirufaraldursins. 14. mars 2019 var fyrri deildarmeistaratitilinn í höfn og sá fyrsti af þeirri gerð sem endar í Garðabænum. Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni með deildarmeistaratitilinn 2019.Vísir/Bára 16. apríl 2019 Álftnesingar tryggðu sér sæti í 1. deild karla eftir 123-110 sigur á ÍA. Kjartan Atli, núverandi þjálfari liðsins, skoraði 25 stig og 5 þrista í leiknum en stigahæstur var Þorgeir Kristinn Blöndal með 26 stig. Álftnesingar höfðu þar með farið upp um tvær deildir á tveimur árum eftir að hafa verið í 3. deildinni veturinn 2017-18. 19. mars 2022 Stjarnan varð bikarmeistari í sjötta sinn á þrettán árum með 93-85 sigri á Þór í Smáranum. Stjörnumenn höfðu unnið bikarinn ofar en öll önnur lið á nýrri öld. Robert Turner III skoraði 31 stig í bikarúrslitaleiknum og David Gabrovsek var með 29 stig af bekknum. Álftanesingar fagna úrvalsdeildarsætinu.Vísir/Hulda Margrét 13. mars 2023 Álftanes tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn með þrettán stiga sigri á Skallagrími, 96-83, í Forsetahöllinni. Srdan Stojanovic skoraði 28 stig í leiknum og Dúi Þór Jónsson var með 20 stig og 11 stoðsendingar. Þjálfarinn Kjartan Atli hafði þar með farið upp með báðum félögunum í Garðabænum. 12. október 2023 Álftanes spilar sinn fyrsta leik í efstu deild 8. október en tapaði þar 65-70 á móti Íslandsmeisturum Tindastóls. Fyrsti sigurinn kom í höfn fjórum dögum síðar þegar Álftanes vann 86-79 sigur á Grindavík í Forsetahöllinni. Álftanes hefur spilað frábærlega það sem af er tímabili.Vísir/Anton Brink 1. desember 2023 Stjarnan og Álftanes mætast í fyrsta skiptið í efstu deild karla í körfubolta. Stjarnan tekur á móti nágrönnum sínum í Umhyggjuhöllinni en bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað þremur í fyrstu átta umferðunum og gætu því varla verið jafnari. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands hefur komið á marga leiki Álftanesliðsins.Álftanes körfubolti
Subway-deild karla Garðabær Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti