Umfjöllun: Stjarnan - Álftanes 84-90 | Álftnesingar unnu grannaglímuna eftir framlengdan leik Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 1. desember 2023 21:19 Ægir Þór Steinarsson hjá Stjörnunni. Vísir/Bára Það er óhætt að tala um spennutrylli þegar talað er um nágrannaslag Stjörnunnar og Álftaness í Subway-deild karla í kvöld. Um var að ræða fyrstu grannaglímu Garðabæjar í körfuboltasögunni en þessi leikur stóðst allar þær væntingar sem gerðar voru til hans, allavega fyrir hlutlausa. Það sást strax í byrjun leiks hvað það var mikið undir, það voru ekki bara tvö stig. Það var eitthvað meira. Montréttur. Áhorfendur, sem fjölmenntu í Umhyggjuhöllina, fögnuðu hverri körfu og öllu því sem var vel gert af mikilli innlifun. Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta en þegar líða tók á annan leikhluta fór Stjarnan að stíga aðeins fram úr. Þeir náðu að búa til forskot undir lok annars leikhluta og var munurinn níu stig áður en Ville Tahvanainen setti stórt þriggja stiga skot undir lok fyrri hálfleiks. Þetta var ekki eina stóra skotið sem Finninn knái setti í leiknum en hann átti magnaða fraumraun fyrir Álftanes eftir skipti sín frá Haukum. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hélt góða hálfleiksræðu og hans menn mættu dýrvitlausir í seinni hálfleik. Þeir byrjuðu á 9-0 kafla og tóku forystuna. En Stjarnan svaraði vel, þeir bitu aftur frá sér og tóku forystuna aftur síðar í þriðja leikhlutanum. Í byrjun fjórða leikhluta náði Stjarnan aftur níu stiga forskoti, en nýliðar Álftaness voru óhræddir. Þeir fóru ekki í neitt paníkk, héldu alltaf áfram og klóruðu sig aftur inn í leikinn. Þetta var æsispennandi undir lokin þegar Álftanes hafði komist aftur inn í leikinn og var mikið jafnræði með liðunum á loka-sprettinum. Það var mikið stress á lokametrunum og fengu bæði lið tækifæri til að vinna leikinn, en allt kom fyrir ekki og var lokaniðurstaðan 75-75. Því var farið í framlengingu. Þar var Tahvanainen aðalmaðurinn en hann setti stóran þrist sem gerði gæfumuninn í stöðunni 82-83. Álftanes komst í fjögurra stiga forystu og lét þá forystu aldrei af hendi. Gríðarlega sterkur sigur gestanna staðreynd í þessum nágrannaslag. Það var gaman að fylgjast með söngvum áhorfenda undir lokin þar sem stuðningsmannahópar liðanna skipstust á að skjóta á hvorn annan. Það er ljóst að það er myndast mjög skemmtilegur rígur þarna, en Álftanes er sigurvegari kvöldsins. Af hverju vann Álftanes? Kjartan Atli, þjálfari Álftaness, talaði um það fyrir leik að Álftanes væri lítið félag með stórt hjarta. Og það er raunin. Maður sér það og liðið sýnir það inn á vellinum. Liðið sýndi oft í kvöld hversu stórt hjarta það er með. Þeir hættu aldrei og í framlengingunni voru þeir með svalan haus. Varnarleikur gestanna var oft á tíðum magnaður í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndur Ville Tahvanainen setti afar stór skot í þessum leik og byrjar hann mjög vel hjá nýju félagi. Hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista, og oft komu þeir á mjög mikilvægum augnablikum. Douglas Wilson og Haukur Helgi Pálsson voru atkvæðamiklir og þá var Dúi Þór Jónsson frábær, sérstaklega varnarlega. Hjá Stjörnunni voru allir byrjunarliðsmennirnir með meira en tíu stig. Manna bestur var James Ellisor með 20 stig en Júlíus Orri Ágústsson átti einnig mjög góðan leik í liði Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Stjörnunni að halda í forskot sem þeir bjuggu sér til, og það er ekki gott. Í staðinn fyrir að byggja ofan á það, þá voru þeir fljótir að glutra því niður. Ákveðið agaleysi var í liði Stjörnunnar í seinni hálfleik. Antti Kanervo fékk gríðarlega heimskulega tæknivillu sem var dýrkeypt og það sama má segja um Kevin Kone. Álftanes fékk 27 vítaskot og það er alltof mikið fyrir Stjörnuna að gefa. Hvað gerist næst? Álftanes er núna tveimur stigum á undan nágrönnum sínum í Stjörnunni en þessi deild er gríðarlega jöfn og spennandi. Stjarnan mætir Grindavík í næstu viku og Álftanes spilar við Hauka. Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes
Það er óhætt að tala um spennutrylli þegar talað er um nágrannaslag Stjörnunnar og Álftaness í Subway-deild karla í kvöld. Um var að ræða fyrstu grannaglímu Garðabæjar í körfuboltasögunni en þessi leikur stóðst allar þær væntingar sem gerðar voru til hans, allavega fyrir hlutlausa. Það sást strax í byrjun leiks hvað það var mikið undir, það voru ekki bara tvö stig. Það var eitthvað meira. Montréttur. Áhorfendur, sem fjölmenntu í Umhyggjuhöllina, fögnuðu hverri körfu og öllu því sem var vel gert af mikilli innlifun. Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta en þegar líða tók á annan leikhluta fór Stjarnan að stíga aðeins fram úr. Þeir náðu að búa til forskot undir lok annars leikhluta og var munurinn níu stig áður en Ville Tahvanainen setti stórt þriggja stiga skot undir lok fyrri hálfleiks. Þetta var ekki eina stóra skotið sem Finninn knái setti í leiknum en hann átti magnaða fraumraun fyrir Álftanes eftir skipti sín frá Haukum. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hélt góða hálfleiksræðu og hans menn mættu dýrvitlausir í seinni hálfleik. Þeir byrjuðu á 9-0 kafla og tóku forystuna. En Stjarnan svaraði vel, þeir bitu aftur frá sér og tóku forystuna aftur síðar í þriðja leikhlutanum. Í byrjun fjórða leikhluta náði Stjarnan aftur níu stiga forskoti, en nýliðar Álftaness voru óhræddir. Þeir fóru ekki í neitt paníkk, héldu alltaf áfram og klóruðu sig aftur inn í leikinn. Þetta var æsispennandi undir lokin þegar Álftanes hafði komist aftur inn í leikinn og var mikið jafnræði með liðunum á loka-sprettinum. Það var mikið stress á lokametrunum og fengu bæði lið tækifæri til að vinna leikinn, en allt kom fyrir ekki og var lokaniðurstaðan 75-75. Því var farið í framlengingu. Þar var Tahvanainen aðalmaðurinn en hann setti stóran þrist sem gerði gæfumuninn í stöðunni 82-83. Álftanes komst í fjögurra stiga forystu og lét þá forystu aldrei af hendi. Gríðarlega sterkur sigur gestanna staðreynd í þessum nágrannaslag. Það var gaman að fylgjast með söngvum áhorfenda undir lokin þar sem stuðningsmannahópar liðanna skipstust á að skjóta á hvorn annan. Það er ljóst að það er myndast mjög skemmtilegur rígur þarna, en Álftanes er sigurvegari kvöldsins. Af hverju vann Álftanes? Kjartan Atli, þjálfari Álftaness, talaði um það fyrir leik að Álftanes væri lítið félag með stórt hjarta. Og það er raunin. Maður sér það og liðið sýnir það inn á vellinum. Liðið sýndi oft í kvöld hversu stórt hjarta það er með. Þeir hættu aldrei og í framlengingunni voru þeir með svalan haus. Varnarleikur gestanna var oft á tíðum magnaður í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndur Ville Tahvanainen setti afar stór skot í þessum leik og byrjar hann mjög vel hjá nýju félagi. Hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista, og oft komu þeir á mjög mikilvægum augnablikum. Douglas Wilson og Haukur Helgi Pálsson voru atkvæðamiklir og þá var Dúi Þór Jónsson frábær, sérstaklega varnarlega. Hjá Stjörnunni voru allir byrjunarliðsmennirnir með meira en tíu stig. Manna bestur var James Ellisor með 20 stig en Júlíus Orri Ágústsson átti einnig mjög góðan leik í liði Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Stjörnunni að halda í forskot sem þeir bjuggu sér til, og það er ekki gott. Í staðinn fyrir að byggja ofan á það, þá voru þeir fljótir að glutra því niður. Ákveðið agaleysi var í liði Stjörnunnar í seinni hálfleik. Antti Kanervo fékk gríðarlega heimskulega tæknivillu sem var dýrkeypt og það sama má segja um Kevin Kone. Álftanes fékk 27 vítaskot og það er alltof mikið fyrir Stjörnuna að gefa. Hvað gerist næst? Álftanes er núna tveimur stigum á undan nágrönnum sínum í Stjörnunni en þessi deild er gríðarlega jöfn og spennandi. Stjarnan mætir Grindavík í næstu viku og Álftanes spilar við Hauka.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti