Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2023 14:33 Áætlað er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Ísraelar voru sannfærðir um að leiðtogar samtakanna hefðu ekki getu né vilja til að gera þessar árásir. Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð. Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44
Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03
Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36